fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þjóðþekktir eldri karlmenn hrauna yfir Gústa B. – „Segðu þeim að grjóthalda kjafti“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 20:00

Gústi B. mátti sæta gagnrýni frá meðal annars Palma Gestssyni leikara, tónlistarmönnunum Björgvini Halldórssyni og Bubba Morthens og Agli Helgasyni fjölmiðlamanni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Gústi B og Big Income Pally ræddu nýlega frétt DV í þættinum Veislan með Gústa B á FM957 í dag.

„Gústi B kaupir sér Rolex, Prettyboitjokko kaupir dýra sundbrók og sportbíl, Gummi kíró gengur í Gucci. Um svona lagað les maður daglega í fjölmiðlum. Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja?“ spurði fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í færslu á Facebook, sem vakti mikil viðbrögð, en um 200 athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna. DV gerði frétt úr sem vakti einnig viðbrögð.

Sjá einnig: Menningarelítan búin að fá nóg af Gumma Kíró og Prettyboytjokkó – „Hvaðan kemur þessi asnalega efnishyggja?“

„Egill Helga elskar ekki Gústa B. þessa dagana. Þú ert kominn með stærstu stjörnur landsins að hrauna yfir Gústa B, Prettyboytjokkó og Gumma Kíró,“ segir Big og segist Gústi B. ekki hafa tekið eftir athugasemdunum.

„Egill Helga hendir í Facebook-póst um að hann skilji ekkert í þessari efnishyggju, Gústi B. að kaupa sér Rolex, Prettyboytjokkó að keyra um á Porsche og í merkjafötum og Gummi kíró í Gucci. Hann var bara brjálaður yfir þessu, hann er náttúrulega í listaelíutunni og þau vilja bara að allir séu bara að kaupa sér eitthvað á nytjamarkaði, séu umhverfisvænir og láti listina tala. Og ég bara: Ok þetta er fyrirsjáanlegt hjá Agli. Svo kom rothögg frá okkar manni Pálma Gestssyni sem hraunaði yfir þig og sagði: „Úrkynjun,“ segir Big og hlær.  „Ertu úrkynjaður Gústi minn? Síðan kom endanlegt rothögg frá manninum sem er eini maðurinn sem hefur sagt nei við að koma í veisluna.“

„Úff ekki lesa þetta upp,“ svarar Gústi B.

Big heldur áfram að lesa athugasemdirnar við færslu Egils. „Bjöggi Halldórs líka, þetta er rosalegt teymi sem er að hrauna yfir ykkur. „Öryggisleysi“, ertu að finna fyrir öryggisleysi? Svo kemur Bubbi Morthens og hendir í „Umbúðir ekkert innihald.“

„Þetta er rosalegt að Bubbi hafi hent í þetta. Umbúðir, ekkert innihald, hvað af því ég keypti mér úr? Og hann á nýjustu gerðina af Jagúar, þegar hann var jafngamall og ég var hann að kaupa eiturlyf ekki úr, en jæja,“ segir Gústi B.

Svarar Big þá til að gaman væri að fá þá Gústa B. og Bubba í alvöru rifrildi. Svarar Gústi B. því til að það verði þá einhver að hringja í Bubba þar sem þetta verði ekki útkljáð á netinu, þeir þurfi í hringinn. 

„Það er mikil hiti þessa dagana ég verð að viðurkenna það, það er hiti,“ segir Gústi B. 

„Sko þú getur boðið Pálma og Bjögga í hringinn, þú getur boxað við þá en þú getur ekki boðið Bubba í þá veislu,“ svarar Big sem segist munu standa Bubbamegin fari þeir Gústi B. í hringinn. 

„Sko Björgvin henti í „Endalaus sjálfshátíð“, sko Bó er þekktur fyrir svona „Veistu hver ég er?“ stæla í mörg ár og ég hlusta ekki á svona kjaftæði. Má ég ekki kaupa mér úr? Segðu þeim að grjóthalda kjafti,“ segir Gústi B. 

„Ég vona að það sé einhver á DV að hlusta takk,“ segir Big. „Ég vona það reyndar ekki,“ svarar Gústi B. og setur svo næsta lag af stað.

Hlusta má á umræðuna hér, sem hefst á mínútu 53:53.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“