fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Jón Gnarr stuðar með því að ráðast á þjóðarstoltið – Hafa Íslendingar lifað í lygi allan þennan tíma?

Fókus
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn fjölhæfi þúsundþjalasmiður Jón Gnarr hefur í gegnum tíðina ítrekað gert íslensku þjóðinni þarfa greiða. Hvort heldur sem það er í gegnum grín, sem hann gætir þó að fari aldrei út í sprell, með því að glæða nýju lífi í stjórnmál borgarinnar og með því að gefa út bækur, svo fáein dæmi séu nú tekin.

Nú hefur hann þó tekið að sér nýtt hlutverk, en hann gerðist í vikunni uppljóstrari, ef svo mætti komast að orði, er hann varpaði ljósi á blekkingavef sem við Íslendingar höfum ginnkeypt í gegnum árin.

„Alvöru sinnep vs sinnepslíki. Edik og sinnepsfræ vs heitihræringur með sykri og sinnepsdufti. Núll kolvetni vs. 27% í líkinu. Af hverju eigum við aftur að velja íslenskt?“

Með færslunni fylgdi mynd af hefðbundnu gulu sinnepi eins og þekkist erlendis, og er að vísu selt hér á landi líka. Hins vegar var það svo pylsusinnepið þjóðþekkta frá Sláturfélagi Suðurlands, sem hefur djúpar rætur í þjóðarsálinni og getur hvorki pylsa né pulsa hérlendis talist vera með „öllu“ án þess að á henni sé að finna nauðsynlega rönd af pylsusinnepinu. En er pylsusinnepið svo ekki sinnep eftir allt saman? Jón telur það að minnsta kosti ekki geta flokkast sem sinnep heldur sé þarna fremur um sinnepslíki að ræða.

Netverjum var sumum nokkuð niðri fyrir eftir þessa afhjúpun Jóns og stigu fram sinnepinu sínu til varna. Sumir tóku þó undir með Jóni að pylsusinnepið væri bara hræringur en ætti ekkert skylt við sinnep.

Fyrir áhugasama má svo nefna að vinsælasta pylsu tómatsósan, Vals Tómatsósan, inniheldur einnig sinnepsduft, og þar að auki eplamauk ásamt tómatþykkni – að það er gömul rótgróin mýta í samfélagi okkar að enga tómata sé að finna í Vals tómatsósunni. Tómatsósumeistari Vals leiðrétti þennan misskilning árið 2004 í samtali við Fréttablaðið og tók fram að ekki væri hægt að kalla tómatsósu tómatsósu án þess að hún væri búin til úr tómötum.

Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er sinnep, eða mustard eins og það heitri á útlensku, búið til úr sinnepsfræjum. Fræin eru ýmist blönduð heil, mulin eða brotin, við vatn, edik, sítrónusafa, vín eða annan vökva, svo salt og svo gjarnan er einhverjum kryddum eða bragðefnum blandað þarna saman við og verður útkoman eins konar mauk eða sósa, allt frá því að vera skærgul yfir í að vera dökk brún. Þegar sinnepsfræjunum er blandað við vatn á sér stað efnahvarf sem leiðir til einkennisbragðs sinnepsins. Sinnepið telst ekki vera sósa, heldur viðbit.

Samkvæmt innihaldslýsingu er í pylsusinnepi að finna vatn, hveiti, kartöflumjöl, sinnepsduft, sykur, salt edik, krydd og litarefni, og takið eftir því að þarna er ekki um að ræða sinnepsfræ heldur duft. Sinnepsduftið er vissulega malað úr sinnepsfræjum, og þegar því er blandað við vatn þá eiga sér stað sambærileg efnahvörf og áður var minnst á. Duftið eitt og sér er þó almennt bragðlaust. Sinnepsfræðingar benda þó margir á að hveiti sé að jafnaði ekki að finna í sinnepi og þar sem íslenska sinnepið sé svo gífurlega sætt og milt þá sé þarna líklega um sjálfstætt viðbit að ræða sem hreinlega hafi verið bragðbætt með sinnepi.

Sitt sýnist líklega hverjum. Við stutta leit í gegnum hinn frábæra vef timarit.is má sjá að umræðan um hvort pylsusinnepið eigi að teljast sem sinnep eða ekki hefur átt sér stað um áraraðir. Virðast sérfræðingar þá telja að þar sem pylsusinnepið virðist ekki lúta sömu reglum og viðmiðum og önnur hefðbundnari sinnep þá sé þarna eftirlíking á ferðinni. Hins vegar er sinnep ekki lögverndað viðbitaheiti svo þeir sem eru lagstir í fósturstellinguna yfir sinnepssvikum geta líklega tekið gleði sína á ný og látið sinnep-hliðvörslu sem vind um eyrun þjóta. Einn netverji lýsti því svo að pylsusinnepið sé í raun hveitibolla með matarlit og smá dass af sinnepi.

Engu að síður má sjá af ummælum ferðamanna á netinu, sem hér hafa bragað íslenska pylsu með tilheyrandi, að pylsusinnepið er vinsælt og má þar finna þó nokkur áköll um að viðbitið leggi land undir fót, nemi land víðar og gefi fleirum færi á að njóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone