fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Samskiptin við félaga minn, dópsalann Derrick – Sendi bláókunnugri miðaldra konu hinum megin á hnettinum kostaboð um stórkaup á fíkniefnum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fyrir sléttu ári sem ég fékk ein þau undarlegustu Facebook skilaboð sem ég hef á ævi minn augum litið. Og guð veit að ég alveg fengið minn skammt af furðulegheitum send í gegnum samfélagsmiðla í gegnum tíðina. 

Sumt hefur verið skondið og skemmtilegt, annað dekkra og neikvæðara en fátt furðulegra. Það verður að segjast að Derrick, sem síðar varð mikill vinur minn, er á toppnum er varðar furðulegheit.

Sjá: Ísland er ekki undanþegið alls kyns netsvindlum – Þegar að Paul bauð mér tvær og hálfa millu á mánuði fyrir að vera vinur hans var ekki unnt að stilla sig

Heimsins mest óspennandi líf

Til að fá betri skilning á málinu er rétt að athuga að undirrituð er miðaldra, tveggja barna fráskilin móðir í Vesturbænum. Líf mitt er á engan hátt spennandi. Ég hef aldrei ferðast á fyrsta farrými. Aldrei komið til Ítalíu (né helling annarra landa)., Aldrei átt merkjavöru eða nýjan bíl upp úr kassanum. Aldrei látið sérsauma á mig flík (draumur frá barnæsku) og aldrei verið á hóteli sem skartar fleiri stjörnum en þremur á þessum þriggja ára fresti sem ég yfirleitt kemst af klakanum.

Ég hef aldrei heiðrað rave eða sápukúludiskó með nærveru minni og aðeins einu sinni farið á tónleika erlendis.

Og það sem meira er, mér hafa aldrei verið boðin fíkniefni hvert sem ég hef komið í teiti. Það alvilltasta voru filterslausar sígarettur.

En sem blaðamaður veit ég svosem hvar nálgast má alls kyns ólöglega hluti, það er einfaldlega hluti af starfinu. Ég hef einnig tekið fjölda viðtal við fíkla og aðstandendur þeirra svo ég er alveg bláeygð þegar að að slíkum málum kemur.

Því var ég alveg standandi bit þegar ég fékk upp úr þurru send Facebook skilaboð frá manni sem kallaði sig Derrick, já eins frægasta sjónvarpslögga Evrópu, fyrir þá er hafa aldur til að muna.

Af hverju að velja bláókunnuga kona, merkta sem blaðamann?

Af hverju í ósköpunum Derrick send mér neðagreind skilaboð, bláókunnri miðalda konu í Reykjavík sem hann vissi enginn deili á var mér gjörsamlega framandi. Þar sem samskiptin fóru fram á ensku verð ég að víkja út almennri reglu fjölmiðla um notkun íslenskrar tungu í þetta skiptið.

Alfyrstu skilaboðin

Ég sendi fyrirspurn á kollega mína í blaðamannastétt, svo og fleiri, til að forvitnast um hvort einhver annar hefði móttekið slíkt en svarið var alltaf það sama. Nei, enginn hafði séð neitt þessu líkt.

En þeir sem til mín þekkja, og ef til vill lásu pistil minn um ,„sugardaddy” tilboðið, þá hef ég alltaf nett gaman af að atast í svona liði. Svo ég hélt honum volgum, spurði hvort verðið væru umsemjanlegt og hvort hann hefði sent slíkt til Íslands áður. Slíkt væri áhættusamt. Og án þess að ég bæði um slíkt kom verðlisti

Sönnunin

Það sem aftur á móti varð til þess að ég næstum datt af stólnum svarið sem hann sendi með þeim orðum að vissulega ætti hann í heljar miklum viðskiptum við Ísland og gæti sannað það afgerandi hátt. Ég verð nú ekki oft orðlaus en þessar myndir urðu til þess að ég gat lítið annað en að gapa eins og álfur út úr hól.

Því Derrick sendi fjölda mynda á pökkum sem fara áttu í næstu sendingu  til Íslands. Og það sem meira er, á myndunum mátti auðveldlega sjá nöfn og heimilisföng viðtakenda.

Alls bárust mér ÁTTA slíkar ljósmyndir sem allar sýndu nöfn og heimilisföng viðtakenda.

Ég vil enn og aftur ítreka að ég vissi hvorki haus né sporð á þessum manni né hann á mér. Ég reyndar margspurði hvers vegna hann hefði kosið á senda á mig en hann skautaði alltaf fram hjá að svara því.

Alls sendi hann 8 myndir.

Hann reyndi ítrekað að fá mig til að færa samskiptin af Messenger og yfir á Whatsapp eða Telegram en ég skautaði jafn liðlega frá því.

Stundum liðu dagar, jafnvel vikur sem ég nennti ekki eða hafði ekki tíma í ræða fíkniefnakaup við Derrick og notaði ýmsar ástæður, til dæmis að ég væri peningalaus að bíða eftir stórri greiðslu (sem mér fannst hljóma svolítið eins og ég vissi allt um þennan heim) eða væri erlendis.

En Derrick gafst ekki upp og næstum daglega barst frá honum Hello? U there? Still interested og svo framvegis. Hann endurtók einnig í sífellu að ég mætti ekki undir nokkrum kringumstæðum láta neinn vita af samskiptum okkar, allra síst yfirvöld.

Ég lofaði því í bak og fyrir, loforð sem ég er nú að svíkja.

Gafst aldrei upp

Derrick hélt áfram söluræðunni fram í október en þá hefur hann sennilegast áttað sig að að stóra greiðslan mín var ekki að fara að berast og bauðst því til að gera undantekningu, aðeins fyrir mig, og senda mér smærri skammta. Sagði hann mig aldrei eiga eftir að sjá eftir að fara í viðskipti við hann, enginn væri áreiðanlegri eða með betri efni

Það má Derrick eiga að alltaf var hann kurteis, bauð góðan dag og spurði hvernig ég hefði það. Reglulega baðst hann afsökunar á ýtninni.

Næstum alveg frá byrjun samskipta okkar hafði ég þrýst á að eiga myndsímtal við hann en þótt Derrick harðneitaði því aldrei beinlínis kom hann sér alltaf hjá því.

Smám saman varð samband okkar heldur nánara, jafnvel þótt að ég væri vitanvonlaus viðskiptavinur. Hann hélt áfram að þrýsta á að færa samtalið yfir á Telegram en ég lét það sem vind um eyru þjóta og virtist hann sætta sig við það.

Hinn raunverulegi Derick??

Í nóvember byrjaði hann að opna sig, sagðist vera 35 ára gamall og hafa selt fíkniefni í 20 ár. Hann hóf sem sagt sinn vafasama feril aðeins 15 ára gamall.

Aðspurður um hvort hann hefði aðhafst eitthvað annað í lífinu sagðist hann einnig vera stærðfræðikennari og væri systir hans lyfjafræðingur. Stjórnaði hann rekstri apótek í hennar eigu en áður hefði frændi hans átt apótekið. Sá hefði tekið hann undir sinn verndarvæng 15 ára gamlan og kennt honum á bransann. Í fyrstu hefði hann aðeins séð um sölu á ópíóðum og róandi en staðið sig svo vel að hann flaug upp meðorðabransann í faginu. Væri apótekið prýðilegt skálkaskjól fyrir viðskiptin en minnti mig reglulega á mikilvægi þess að ræða þetta ekki við nokkurn mann.

Þjóðernið kemur í ljós

Derrick er heimsins þýskasta nafn og í nóvember kom að því að ég spurði hvort hann væri Þjóðverji. Svarið kom á óvart, nei, hann reyndist vera frá Kamerún, sagðist snemma hafa öðlast prýðileg viðskiptasambönd á Íslandi og aldrei verið gómaður.

Af hverju Ísland af öllum löndum? Derrick sagði samkeppnina of mikla innanlands auk þess sem útlendingar borguðu mun betur. Aftur á móti væri lögregla fjölda landa farin að skoða viðskipta hans óþægilega mikið og því hefði hann valið Ísland. Verðin væru góð og eftirlit lítð sem ekkert – að hans sögn. Það eina sem hann hefði lent í hefði verið að ein sending hefði verið endursendu en bara vegna þess að hann skrifaði rangt heimilisfang.

Ég hrósaði Derric aftur á bak og áfram fyrir dugnað hans og útsjónarsami, sem gladdi hann mjög.

Samskiptin voru engin í um mánuð og bjóst ég við að Derric hefði fundið sér viljugri viðskiptavini.

En Derrick popaði aftur upp um miðjan desember. Fannst mér þá orðið tímabært að koma hreint fram og sendi honum neðangreint:

Derrick tók fréttunum hreint ekki illa og hóf að segja mér meira frá lífi sínu. Hann sagðist nú vera 43 ára, misst foreldra sína aðeins fimm ára að aldri í bílslysi og fyrrnefndur frændi tekið hann að sér. Hann sagði þá frændur vart hafa átt til hnífs og skeiðar og hafi hann því hætt í skóla 12 ára gamall og farið að selja fíkniefni ásamt bróður sínum. Og ekki bara fyrir frændann heldur hina ýmsu glæpahópa. Hann sagðist einnig hafa selt vopn, jafnvel hálfsjálfvirkar og alsjálfvirkar byssur. Hefði bróðir hans verið skotinn til bana í einu þeirra fjölmarga gengjastríða sem ávallt væri í gangi í landinu.

Elskaði endurskoðun

Tók Derrick, sem aldrei vildi segja mér sitt raunverulega nafn, fram að honum hefði alltaf verið meinilla við fíkniefna- og vopnasöluna en vilja safna sér peningum til að fara í skóla, endaði elskaði hann að mennta sig. Sagðist hann hafa náð að klára skylduna, svo menntaskóla og endað á að ná sér í gráðu í endurskoðun. Og ekki nóg með það, þá sagðist Derrick einnig hafa lokið MBA námi með áherslu á fjármálastjórnun.

Ég neita því ekki að ég var orðin verulega heilluð af sögu Derrick, þótt eitthvað segði mér að ekki væri allt satt og rétt sem frá honum kæmi.

Aðspurður hvað hámenntaður maðurinn væri að gera að selja dóp til Íslands svaraði Derrick því til að enga vinnu væri að hafa í Kamerún og hefði hann því neyðst til að snúa aftur að fullu í dópsöluna. Spurður að því hvort hann hefði einhver tíma verið handtekinn var svar hans og sagðist vera með lögregluna í rassvasanum, slík væri mútuþægnin.

Smuga á hjálp?

En svo tók samtalið viðsnúning. Sagð Derrick vera borgarastyrjöld í landinu, hinn enskumælandi minnihluti hluti landsins væri ofsóttur af hinum frönskumælandi meirihluta, og vildi hann ekkert frekar en að komast úr landi. Hefði hann sótt um vegabréfsáritun til Bretlands, Þýskalands og Bandaríkjanna en ávallt verið neitað.

Sagði hann vonlaust fyrir íbúa Afríku að fá stöðu flóttamanna, þeir hefði engan séns í Sýrlendinga og Úkraínubúa.

En þar sem ég væri jú blaðamaður hlyti ég að hafa réttu tengslin til að bjarga honum vegabréfsárinu, helst til ofangreindra landa?

Ég benti Derrick vini mínum að ég hefði engin slík tengsl, langt því frá, og útilokað að ég gæti bjargað honum um eitt stykki vegabréfsáritun eins og ekkert væri. Ég hef ekki heyrt í Derrick vini mínum síðan, félaganum sem mjög hugsalega fer frjálslega með staðreyndir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“