Íbúar í þorpinu, sem talið er hafa dónalegast nafn Bretlands, eru orðnir langþreyttir á ágengni aðkomumanna sem koma einvörðungu til bæjarins til að tússa á skilti og jafnvel stela þeim.
Þeir sem ekki eru enskumælandi eru fyrirfram beðnir afsökunar, en sumu er einfaldega ekki unnt að snúa yfir á okkar ylhýra.
Um er að ræða þorpið Cocks í Cornwall og ganga bæjarbúar undir nafninu Cockers. Þeir sendu út beiðni í dagblaðinu The Sun í dag og báðu um að vera látnir í friði. Það væri komið nóg.
Það er vart til það skilti með nafni þorpsins sem ekki hefur verið tússað á og eru orð á við „fat“„big „hard“ og „little“ hvað vinsælust.
Vilja vera Cockers
Ýmislegt hefur verið reynt og var meira að segja var bærinn endurskýrður Cox en þorpsbúar mótmæltu harðlega, vildu fá upprunalega nafnið aftur á bæinn, og var Cox því slaufað að aðeins nokkrum vikum liðnum.
Það er ekkert skilti lengur sem a stendur Welcome to Cocks þar sem því er stolið jafnóðum. Reynt var að steypa skiltin mun dýpra og með öflugri steypu en fólk lét það ekki stoppa sig. Bæði mættu dráttarbílar með taug til að draga skiltin upp auk þess sem fólk sást með öflugar járnsagir við að reyna að ná til skiltisins.
Hafa þessar tilraunir ítrekað haldið vöku fyrir íbúm.
Ekki aðeins er krabbað á skilti bæjarins og þeim stolið, heldur fá önnur skilti við þjóðveginn, skilti sem sýna nálægt við Cocks sömu meðferð. Skiltin hafa ennfremur valdið miklum truflunum vegna fólks sem stoppar til að ná sjálfum hjá skiltunum. Hefur oftar en einu sinni legið við slysi.
Ekkert swing í gangi hér
Þorpið fékk nafnið á sautjándu öld en enginn veit nákvæmlega af hverju. Sumir segja það nefnd eftir efnafjölskyldu með eftirnafnið Cooke og hafi stafsetningin á einhverjum tímapuntki breyst. Aðrir segja að upprunalega nafnið hafi í raun verið Cox.
Einn íbúann, Steve Luck, 68 ára sagði í viðtalinu við The Sun að hann hefði flutti í þorpið fyrir tveimur og hálfu ári til að njóta efri áranna.
„Þetta er fallegur, rólegur og yndislegur staður að búa á, eins og lítil vin. Fólk sem hér býr flytur ekki burtu og það enginn dónaskapur í gangi hér, þú finnur ekkert swing í gangi hjá bæjarbúum hér. Íbúarnir hér er vandað og góðhjartað fólk sem bara vill á að lifa sínu lífi í friði. Vinsamlegast reynið að virða það.‟