fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Ungmenni Brekkuskóla hlutu verðlaun fyrir stuttmynd – „Mikið ótrúlega er þetta flott hjá þeim“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 12:00

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendur 8. – 10. Bekkjar Brekkuskóla á Akureyri unnu myndbandasamkeppni Siljunnar. Ungmennin áttu að gera myndband um bók sem þau höfðu lesið nýlega og völdu þau bókina Dóttir hafsins. Bókin sem kom út árið 2020 er frumraun Kristínar Bjargar Sigurvinsdóttur og sú fyrsta í þríleiknum Dulstafir. Dóttir hafsins fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka árið 2020, og önnur bókin, Bronsharpan sem kom út árið 2022, hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna.

„Ég var að frétta svolítið skemmtilegt! Sigurmyndbandið í myndbandasamkeppninni Siljunni í aldurshópi 8-10 bekkjar var gert um Dóttur hafsins og það voru snillingarnir í Brekkuskóla á Akureyri sem unnu! Krakkarnir áttu að gera myndband um bók sem þau höfðu lesið nýlega og mikið ótrúlega er þetta flott hjá þeim! Þarna eru þvílíkir hæfileikar á ferð og myndbandið er algjörlega brillíant!,“ segir Kristín í færslu á Facebook.

Í umsögn dómnefndar segir: „Myndin í heild sinni er alveg framúrskarandi. Staðsetningar í tökum, hljóð, búningar, myndataka frábær. Allar hljóðbrellur juku á áhrif myndarinnar og handritið mjög gott sem gerði sögunni góð skil. Tónlistin passaði mjög vel við og klipping myndarinnar sem hvoru tveggja jók á áhrif sögunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?