fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Lalli upplifði eftirminnilegt augnablik á nektarströnd – „Þá hafði hann sem sagt flækt snúruna úr heyrnartólunum sínum í typpalokknum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 08:56

Hjónin Heiðrún Arna og Lárus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þar fórum við öll úr fötum eðlilega og eftir á hugsa ég bara:  „Ha, gerði ég það bara. Að fara úr öllum fötunum með manni sem ég var ógeðslega skotin í með þrjár ógeðslega sætar vinkonur mínar með. Lárus var eini strákurinn og við bara fimm allsber saman. Þessi rassamynd er bara til ennþá. Ég hugsa þetta mjög oft,“

segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir viðskiptafræðingur og aðstoðarmaður fjármálastjóra hjá Controlant um upphaf kynna hennar og núverandi eiginmanns hennar, Lárusar Blöndal Guðjónssonar fjöllistamanns.

Hjónin ræða samband sitt í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása, en hjónin kynntust á stefnumótaforriti.

Ferðin sem Lárus fór með Heiðrúnu í var 200 manna árshátíðarferð CCP til Sitges á Spáni og segir Lárus atvik á nektarströndinni vera eitt af af eftirminnilegustu augnablikum lífs síns.

„Það var maður á bilinu 60-65 ára ára sem gekk um mjög stoltur allsber um ströndina meðfram sjónum og það er náttúrulega bannað að taka myndir og videó. Það er eiginlega bannað að hlæja þar sem allir eru allsberir. Fólk er misjafnt,“ segir Heiðrún. 

„Þetta var árið 2016 og ekki komnir airpods og allir með snúrur í eyrunum og hann heldur á iphone-inum sínum og fer eitthvað að vesenast og við förum að pæla í því hvað hann sé eiginlega að gera. Þá hafði hann sem sagt flækt snúruna úr heyrnartólunum sínum í typpalokknum og er að reyna að losa hann úr með miklu brasi og við bara; hjálp enginn má hlæja, horfa annað. En þetta var held ég það fyndnasta sem við höfum öll upplifað.“

„Þú ert bara að labba um með símann þinn í hendinni af því þú ert ekki með vasa af því þú ert bara á typpinu. Í þessari aðstöðu áttu ekki að geta flækt snúruna í neinu, það eru engir rennilásar eða límbönd eða neitt sem gæti þvælst fyrir þér nema typpalokkurinn þinn. Þetta var með betri momentum í lífinu og var síðast rifjað upp í brúðkaupinu okkar við mikinn fögnuð,“ segir Lárus, en hjónin giftu sig í desember 2019.

Viðtalið við hjónin má hlusta á í heild sinni á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“