fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Adele ómyrk í máli vegna hættulegrar tilhneigingar tónleikagesta – Lofar að kála þeim sem reynir

Fókus
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 16:08

Adele er hætt að drekka áfengi og kaffi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Armbönd, símar, sælgæti og aska móður eru aðeins fáin dæmi um það sem tónlistarflytjendur hafa fengið upp á svið til sín, eða í smettið, að undanförnu ein svo virðist sem að einhvers konar faraldur sé að eiga sér stað.

Tónlistarkonan Adele ákvað að hafa vaðið fyrir neðan sig á tónleikum sem hún hélt í Las Vegas á dögunum og tók hún fram að hún myndi „kála“ hverjum sem reyndi að fleygja einhverju upp á svið til hennar. Hún sagði ljóst að áhorfendur hafi gleymt kurteisisreglum og manaði hún þau til að fleygja einhverju í hana, en hún stóð á sama tíma vopnuð stuttermabolabyssu sem notaðar eru til að skjóta flíkum til áhorfenda, en Adele er þekkt fyrir að beita slíkri byssu þegar hún kemur fram í Vegas.

Í seinasta mánuði þurfti söngkonan Bebe Rexha að leita læknisaðstoðar eftir að síma var hent í andlit hennar af áhorfanda sem hélt að þetta athæfi gæti talist fyndið. Rapparinn Lil Nas X fékk ekki eins harða útreið en upp á svið til hans flaug veglegur gervilimur, honum til nokkurrar skemmtunar. Söngvarinn Harry Styles varð fyrir barðinu á sælgæti sem einhver hafði fyrir að henda í augað á honum í nóvember og söngkonunni Pink var ekki skemmt þegar hún fékk á svið til sín poka sem innihélt ösku látinnar móður aðdáanda. Einhver fleygði svo armbandi í kántrí-söngkonuna Kelsea Ballerini í seinasta mánuði og söngkonan Ava Max fékk einnig eitthvað í sig. Tónlistarmaðurinn Charlie Puth biðlaði til fólks á Twitter að láta af þessari háttsemi, þetta væri bæði vanvirðandi við flytjendur og þar að auki hættulegt.

BBC veltir vöngum yfir hvað sé að knýja áhorfendur áfram í þessari tískubylgju sem nú er í gangi. Ráðgaðist miðillinn við Lucy Bennet sem er prófessor við Cardiff háskólann og rannsakar samband milli flytjenda og aðdáenda. Hún segir að mögulega hafi afstaða fólk tekið breytingum í faraldri Covid. Fólk hafi farið að fylgjast mikið með stjörnunum á samfélagsmiðlum þar sem erfitt er að fanga athygli þeirra. En þegar einhver hendir hlutum í þig, er erfitt að hunsa þá. Þetta sé líklega það sem vaki fyrir fólki – það sé að biðja um athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram