Svona hefst bréf konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.
„Ég er miður mín, sérstaklega þar sem þessi tegund af klámi er eitthvað svo náin. Ég hef ekki getað horft á hann á sama hátt og áður.“
Hjónin hafa verið gift í tuttugu ár, hún er 46 ára og hann er 51 árs.
„Vitandi að hann hefur verið að horfa á þetta – og við eigum þrjár dætur saman, sem eru 9, 14 og 17 ára – brýtur í mér hjartað,“ segir hún og bætir við að það sem truflar hana mest við þetta er hversu raunverulegt sýndarveruleikakynlíf er.
„Ég rakst óvart á þetta þegar ég var að skoða netsögu hans, ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta væri. Eftir að hafa skoðað þetta nánar sá ég að hann hefur verið að nota sýndarveruleikagleraugun sem við keyptum handa krökkunum í jólagjöf til að taka þátt í sýndarveruleikakynlífi.“
„Það versta er að allar þessar konur virtust vera allavega helmingi yngri en ég. Mér líður ógeðslega og ég á erfitt með að meðtaka það sem ég sá,“ segir hún.
„Hann er svo góður eiginmaður og faðir, ég skil ekki hvernig hann getur horft á svona. Hann hefur verið að gera það síðan í desember og ég hef miklar áhyggjur að hann þráir yngri konu. Ég er meira að segja byrjuð að taka eftir því hvernig hann horfir á allar konur undir þrítugt, og reynir ekki einu sinni að fela það. Ég er miður mín en ég hef ekki sagt orð um þetta við hann.“
„Það er skiljanlegt að þú sért í áfalli og vonsvikin. En það er mikilvægt að muna að netsagan hans segir ekki endilega til um hvort hann vilji sofa hjá yngri konum í alvöru,“ segir hún.
„Þú hefur rétt á því að hafa áhyggjur, en oft er algóritminn á svona síðum þannig að hann reynir að ýta fólki í öfgafyllri myndbönd. Það getur verið að eiginmaður þinn hafi fallið fyrir því og hefur núna áhuga á efni sem hann hefði annars ekki haft áhuga á.
Það er mikilvægt að þú talir við hann og segir honum að þú hafir áhyggjur. Láttu hann vita að þetta láti þér líða óþægilega, að þér þyki þetta vanvirðing og að þú viljir að hann hætti þessu.“