Hjónin Chrissy Teigen, matargúru og gleðigjafi, og tónlistarmaðurinn John Legend gistu nýlega í draumahúsi Barbie í Malibu, Bandaríkjunum. Það er lífsförunautur Barbie, sjálfur Ken sem er gestgjafinn, en húsið var sett upp í tilefni af Barbie kvikmyndinni sem aðdáendur bíða spenntir eftir.
Teigen deildi myndum af dvölinni á Instagram og má sjá fjölskylduna njóta sín vel í fríinu, en hjónin eiga fjögur börn.
Nýlega sagði DV frá því að aðdáendur Barbie eiga kost á því að næla sér í sólarhringsdvöl í húsinu í gegnum Airbnb. Aðeins verða tvær stakar gistinætur í boði, 21. og 22. júlí, hvor þeirra fyrir tvo gesti.
Sjá einnig: Þú getur leigt bleiku Barbie-höllina á Airbnb