fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Flutti til Íslands fyrir ástina

Fókus
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 11:59

Emmanuel og Amanda Eir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel er nígerískur söngvari og lagasmiður undir listamannanafninu NonyKingz. Hann er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur verið búsettur á Íslandi síðastliðin sjö ár.

Hann flutti til Filippseyja árið 2014 til að fara í viðskiptanám. Ári seinna kynntist hann Amöndu Eir og þau urðu ástfangin.

Að hans sögn var ekki aftur snúið og hann tók ákvörðun um að flytja með henni heim til Íslands.

„Ég elska að búa á Íslandi, það er allt svo rólegt hérna og öruggt, það er stundum svolítið kalt fyrir minn smekk en þrátt fyrir það er ég þakklátur fyrir að vera hér með fallegu fjölskyldunni minni sem við konan höfum skapað,“ segir Emmanuel.

Emmanuel og fjölskylda hans.

Afrísk tónlist

Emmanuel kom ekki tómhentur til landsins heldur færði hann með sér meðal annars menningu sína af afrískri tónlist í mörgum afrískum tónlistarstílum eins og Afro-pop, Afro-dancehall og Afro-house. Það má segja að hann sé einstakur tónlistarmaður innan íslenskrar menningar.

„Ég elska að vera listamaður, ég hef mikla ástríðu fyrir því sem ég geri. Fyrir mér er tónlist eins og köllun sem ég verð að svara,“ segir hann.

Emmanuel, eða NonyKingz eins og hann þekkist innan senunnar, segir að það getur verið krefjandi að búa til tónlist á Íslandi – sem og búa á Íslandi – en það sé einnig hvetjandi þar sem von hans og markmið er að tengjast fólki hér á landi og um allan heim í gegnum tónlistina og koma fjölbreytileika inn í tónlistarlífið.

„Það er ekki hægt að bera saman afríska og íslenska tónlistarmenningu. Afrísk tónlistarmenning er svo stór og við eigum svo mikið af heimsþekktu tónlistarfólki sem að hafa unnið að lögum með Beyonce, Ed Sheeran og fleiri. Ísland á að engu síður frábært tónlistarfólk en tónlistarmenningin hér er mun minni en því sem ég er vanur. það getur verið erfitt að fá Íslendinga til að opna hurðina fyrir samstörfum við afrískan tónlistarmann eins og mig, en ég er rólega að kynnast rétta fólkinu og það er allt á réttri leið,“ segir hann.

ASTRO CHOCO

Emmanuel gaf út smáskífuna ASTRO CHOCO sem fjallar um að eiga góðar stundir finna fyrir ást.

„Ég vona að mér takist að fá Íslendinga til að opna hjörtu sín fyrir afrískri tónlist,“ segir hann.

Þú getur fylgst með NonyKingz á samfélagsmiðlum hans, Instagram, Facebook og Youtube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram