Þórunn verður 40 ára í lok mánaðarins og tekur áfanganum fagnandi. Hún skrifaði valdeflandi færslu á Instagram um helgina.
„Konur eru töfraverur,“ segir Þórunn.
Að hennar sögn væri lífið betra ef „samfélagið, dægurmálamenningin og við sjálfar myndum byrja að lifa eftir þeirri staðreynd að konur verða öruggari, sterkari og öflugri með aldrinum, frekar en að við séum stimplaðar með „best fyrir“ dagsetningu við fæðingu.
„Allt í kringum okkur er hannað til að láta okkur líða eins og við séum ekki nóg og við séum aðeins góðar í ákveðinn tíma. Að barneignir eyðileggi líkama okkar. Að við þurfum að velja á milli þess að vera þetta eða hitt. Að við ættum að klæða okkur á ákveðinn hátt eftir aldri. Að við verðum gagnslausar eftir hið svokallaða blómaskeið.“
Söngkonan segir þetta vera kjaftæði og hennar upplifun sé allt önnur, því eldri sem hún verður því meira elski hún líkama sinn, skarpa hugann, mýktina og styrkinn.
„Ég er að verða 40 ára þann 28. júlí. Börnin mín hafa gert mig þúsund sinnum fallegri, að innan sem og að utan, og mín ósk er sú að öllum konum myndi líða svoleiðis,“ segir hún.
Þórunn Antonía elskar öryggið og orkuna sem fylgir því að vera alveg sama um hvað öðrum finnst. „Mér finnst ég heppin og óstöðvandi, og þér ætti að líða eins!“
Lestu allan pistilinn í heild sinni hér.
View this post on Instagram