fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þú getur leigt bleiku Barbie-höllina á Airbnb

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að myndin um vinsælustu dúkku allra tíma, Bmrbie, verði frumsýnd, en hún kemur í sýningar hér á landi 19. júlí. Það eru ófá börn hér á landi sem eiga minnst eina Barbie upp í hillu. Sú fyrsta kom á markað 8. mars 1959 og er því Barbie að nálgast eftirlaunaaldurinn.

Ekki nóg með að spennan magnist fyrir frumsýningu myndarinnar, nú geta aðdáendur einnig leigt sjálft Barbie-húsið sem staðsett er í Malibu í Bandaríkjunum. Húsið má leigja á Airbnb og því fylgir allt sem fylgja þarf: sundlaug, hjólaskautar, kúrekagalli og tilheyrandi, diskótek, gervihestur…..já allt sem Barbie þarf fylgir með.

Bókanir opna 17. júlí, en sá hængur er á að aðeins eru tvær bókanir í boði, hvor fyrir eina nótt fyrir tvo gesti, 21. og 22. júlí.

„Við eigum öll okkar drauma og Barbie er svo heppin að eiga hús sem er fullt af þeim. En núna er komið að mér og ég get ekki beðið eftir að bjóða gestum upp á þessa einstöku upplifun, eigum við að segja Kenstöku upplifun?“ segir Ken sjálfur á bókunarsíðunni.

Airbnb hyggst styðja samtökin Save the children með framlagi.

Til að auka enn frekar á eftirvæntingu eftir kvikmyndinni þá bauð Barbie sjálf (leikin af Margot Robbie) Architectural Digest innlit á heimili sitt.

Microsoft tekur þátt í bleiku gleðinni og hefur gefið út nýja Xbox Series S í anda Barbie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“