Það styttist í að myndin um vinsælustu dúkku allra tíma, Bmrbie, verði frumsýnd, en hún kemur í sýningar hér á landi 19. júlí. Það eru ófá börn hér á landi sem eiga minnst eina Barbie upp í hillu. Sú fyrsta kom á markað 8. mars 1959 og er því Barbie að nálgast eftirlaunaaldurinn.
Ekki nóg með að spennan magnist fyrir frumsýningu myndarinnar, nú geta aðdáendur einnig leigt sjálft Barbie-húsið sem staðsett er í Malibu í Bandaríkjunum. Húsið má leigja á Airbnb og því fylgir allt sem fylgja þarf: sundlaug, hjólaskautar, kúrekagalli og tilheyrandi, diskótek, gervihestur…..já allt sem Barbie þarf fylgir með.
A ‘Barbie’ dreamhouse in Malibu will be open to book a stay on Airbnb starting July 17. pic.twitter.com/LG9ttXOrX2
— Pop Base (@PopBase) June 26, 2023
A look inside the ‘Barbie’ dreamhouse in Malibu.
(https://t.co/WsL1vcfT1J) pic.twitter.com/jDBO2EM1mb
— Pop Base (@PopBase) June 26, 2023
Bókanir opna 17. júlí, en sá hængur er á að aðeins eru tvær bókanir í boði, hvor fyrir eina nótt fyrir tvo gesti, 21. og 22. júlí.
„Við eigum öll okkar drauma og Barbie er svo heppin að eiga hús sem er fullt af þeim. En núna er komið að mér og ég get ekki beðið eftir að bjóða gestum upp á þessa einstöku upplifun, eigum við að segja Kenstöku upplifun?“ segir Ken sjálfur á bókunarsíðunni.
Airbnb hyggst styðja samtökin Save the children með framlagi.
Til að auka enn frekar á eftirvæntingu eftir kvikmyndinni þá bauð Barbie sjálf (leikin af Margot Robbie) Architectural Digest innlit á heimili sitt.
Microsoft tekur þátt í bleiku gleðinni og hefur gefið út nýja Xbox Series S í anda Barbie.