fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Margir minnast Hrannar – „Ég er svo heppin að hafa fengið að kalla hana vinkonu mína“

Fókus
Laugardaginn 1. júlí 2023 09:00

Mynd/Anna María Írisardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir minnast Hrannar Sigurðardóttur, atvinnumanns í Ólympíufitness og eiganda BeFit Iceland. Hún er látin aðeins 44 ára gömul eftir erfiða baráttu við sjaldgæft krabbamein.

Hrönn steig fram í viðtali við DV um miðjan júní þar sem hún lýsti því hversu seint og illa tókst að greina veikindi hennar í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Þrátt fyrir að útlitið væri dökkt að sögn lækna lét Hrönn ekki deigan síga í baráttu sinni og hélt út til Spánar fyrir rúmri viku þar sem hún undirgekkst meðferð við hinu sjaldgæfa krabbameini sem hrjáði hana.

Eiginmaður Hrannar, Sæmundur Bæringssen, tilkynnti andlát hennar í gær og sagði að hún hafi barist eins og ljón fram á síðustu stundu, eins og henni var einni lagið.

Hrönn skilur eftir sig eiginmann og fjögur börn. Hún var vinmörg og lýsa hennar nánustu henni sem kærleikríkum, sterkum, jákvæðum, metnaðarfullum og ákveðnum einstakling.

Vinir hennar og fjölskylda minnast hennar í fallegum færslum á Facebook-síðu Hrannar.

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og vinkona Hrannar:

„Sterkust, kærleiksríkust og magnaðasta sál sem ég er svo heppin að hafa fengið að kalla vinkonu mína.“

Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff Rúnarsson:

„Lífið er svo sannarlega ekki alltaf sanngjarnt.

Elsku hjartans Hrönn, ég ætla að skrifa þessi orð beint til þín, og trúi því að þau nái til þín þar sem þú ert.

Þín verður sárt saknað af svo mörgum. Það er búið að vera aðdáunarvert að fylgjast með þér í þessari ósanngjörnu baráttu sem þú baðst svo sannarlega ekki um. En þú barðist samt af ótrúlegum dugnaði og kjark allt til síðustu stundar.

Þó svo við höfum ekki átt í miklum samskiptum síðustu árin þá hefur mér alltaf þótt afskaplega vænt um þig og vináttu okkar, alveg frá því við sömdum og sungum saman tónlist í VMA fyrir ansi mörgum árum, held meira að segja að mitt fyrsta frumsamda lag hafi verið samið með þér. Fyrsta lagið sem ég gaf út (Crush) söng ég með þér. Ég mun svo sannarlega hlusta á það í dag.

Ég er þakklátur fyrir að hafa kynst þér og þeirri ótrúlegu orku og lífsgleði sem fylgdi þér, og afskaplega þakklátur að hafa náð þessu knúsi okkar um daginn.

Elsku fjölskylda og vinir Hrannar, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Haldið hópinn og haldið utan um hvort annað.“

Mynd/Facebook Rúnar Eff

Heiðrún Finnsdóttir, þjálfari og áhrifavaldur:

„Elsku vinkona, ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér og upplifað sótsvarta húmorinn, hláturinn og gleðina sem var alltaf í kringum þig.

Þín verður sárt saknað. Megi allir góðir vættir umvefja Sæma og fjölskylduna.

Við sjáumst svo seinna elsku Hrönn“

Ljósmyndarinn Mummi Lú birti flotta mynd af Hrönn:

Mynd/Mummi Lú/Facebook

Lóreley Sigurjónsdóttir, eigandi Fitness Bilsins og Zumba kennari:

„Elskan mín.

Þú sem varst:

Sterkust allra

Fegurst allra

Duglegust allra

Jákvæðust allra

Hjálpsömust allra

TRAUSTUST ALLRA

Lengi gæti ég skrifað áfram listinn er ótæmandi um þig elsku Hrönn.

Takk fyrir allt og dásamlega vináttu gegnum árin.

Minning þín um sterku jákvæðu heilbrigðu Hrönn mun lifa með okkur um ókomna tíð.

Þú varst og ert best.“

Helga Þóra Bender, vinkona Hrannar:

„Elsku elsku elsku yndislega Hrönn mín ♥️

Ég átti engin orð til þegar ég fékk þessar vondu fréttir og á þau ekki enn.

Það skipti engu máli í hvernig skapi ég var í þegar ég hitti þig því þú náðir alltaf að taka utan um mig, fannst það jákvæða svo maður gekk alltaf frá þér jákvæður og með bros á vör.

Þú ert svo falleg og góð fyrirmynd. Það sem þú hafðir er erfitt að eignast, ákveðin, drifkrafturinn, jákvæðnin, styrkurinn, ef einhver sagði við þig að þú gætir ekki eitthvað þá sýndir þú þeim að það væri bara alls ekki rétt og fórst all in í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur og ætlaðir sko að sýna fram á það að eitthvað krabbamein myndi alls stoppa þig og sýndir þú fram á það að síðustu stundu.

Núna ertu komin þar sem allar þínar þjáningar hafa verið teknar í burtu og þú færð loksins að vera þú sjálf aftur elsku fallega sál.

Þinn heimalingur.“

Ásdís Inga Haraldsdóttir, þjálfari og umsjónarmaður HealthIsNotASize:

„Elsku lífsglaða, fyndna & duglega Hrönn.

Mikið sem ég var heppin að fá að kynnast þér, góð við allt & alla. Það vantaði aldrei.

Minning þín lifir um ókomna tíð, þangað til næst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?