fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hrönn Sigurðardóttir er látin – „Hún barðist eins og ljón fram á síðustu stundu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. júní 2023 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sigurðardóttir, atvinnumaður í Ólympíufitness og eigandi BeFit Iceland, er látin 44 ára gömul eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Hún greindist með mjög sjaldgæft krabbamein í maí í fyrra. Hrönn barðist fram á síðustu stundu, hún flaug til Spánar fyrir rúmlega viku til að gangast undir krabbameinsmeðferð.

Hrönn steig fram í viðtali við DV um miðjan júní þar sem hún lýsti því hversu seint og illa tókst að greina veikindi hennar í heilbrigðiskerfinu hérlendis. Þrátt fyrir að útlitið væri dökkt að sögn lækna lét Hrönn ekki deigan síga í baráttu sinni og  hélt út til Spánar fyrir rúmri viku þar sem hún undirgekkst meðferð við hinu sjaldgæfa krabbameini sem hrjáði hana.

Eiginmaður Hrannar, Sæmundur Bæringsson, tilkynnti andlát hennar á Facebook í morgun:

„Ástkær eiginkona mín Hrönn Sigurðardóttir er látin einungis 44 ára gömul eftir gríðarlega erfiða baráttu við illvígt krabbamein. Hún barðist eins og ljón fram á síðustu stundu eins og henni var einni lagið en gat ekki meir.“

DV sendir fjölskyldu og vinum Hrannar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?