fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hjónaband hertogahjónanna sagt standa á brauðfótum -„Harry er fastur í fortíðinni. Hann er á mjög neikvæðum stað“

Fókus
Föstudaginn 30. júní 2023 14:30

Harry og Meghan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konunglegi ævisöguhöfundurinn Angela Levin er sannfærð um að hjónaband hertogahjónanna Meghan Markle og Harry Bretaprins standi á brauðfótunum og að innan skamms muni Meghan fara frá prinsinum sínum.

Angela ræddi við CNN en hún hefur lifað og hrærst í heimi konungsfjölskyldunnar áratugum saman og meðal annars varið tíma með Harry.

„Ég held að hjónabandið sé næstum búið og hún muni ganga í burtu,“ sagði Angela í samtali við CNN. Hún tók fram að þetta ætti öllum að vera ljóst sem fylgjast náið með hjónunum. Þegar sambandið var nýtt hafi hertogaynjan jafnan haldið í hönd Harry og jafnvel haft hina hendina á handleggi hans svo hann gat ekki farið langt í burtu frá henni. Þetta hafi verið ákveðinn innileiki sem sjáist ekki í dag en nú sjáist hjónin varla saman.

Harry hafi til dæmis staðið einn í því að kynna ævisögu sína og þurft að fara einn á krýningu föður síns, Karl III Bretlandskonungs, en Angela segir að það hafi verið sérstaklega neyðarlegt fyrir prinsinn því hann hafi verið sá eini sem þurfti að ganga inn í athöfnina einn síns liðs. Ljóst sé að Meghan ætli ekki að mæta á neitt með manni sínum sem gæti orðið til neikvæðrar umfjöllunar.

„Harry er fastur í fortíðinni. Hann er á mjög neikvæðum stað. Hann ræðst á allt og alla og reynir að fá fólk til að gefa sér pening, svo sem með því að stefna fólki fyrir dómstóla og saka það um segja hitt og þetta.“

Meghan hafi kynt undir hatrinu

Angela segir að hún hafi á sínum tíma varið miklum tíma með prinsinum og kunnað vel við hann. Harry hafi verið jákvæður og hamingjusamur. Nú sé hins vegar ljóst að hann sé að ganga í gegnum hræðilegt skeið. Telur Angela ljóst að Harry sé nú að gera upp þann skaða sem hann telur að lífið í höllinni hafi valdið sér, þessi skaði hafi þó ekki íþyngt honum fyrr en eftir að hann kynntist Meghan, en Angela heldur að hertogaynjan hafi baktalað konungsfjölskyldunnar gífurlega og ekki hikað við að gagnrýna þau. Til dæmis hafi hún gaukað því að Harry að það væri ósanngjarnt að hann fengi ekki greitt fyrir að gegna konunglegum skyldum sínum, þó svo að staða hans innan konungsfjölskyldunnar hafi tryggt honum slíkan munað að almenningi þætti líklega lítil fórn að þurfa stundum að mæta á góðgerðakvöld og opinbera viðburði.

Angela telur að Meghan sjálf hafi í raun valdið nokkru af þeim skaða sem Harry sé nú að gera upp og í rauninni sé það hertogaynjan sem beri ábyrgð á því að Harry hafi snúið baki við fjölskyldu sinni.

„Ég held að hún hafi valdið sumum sárunum. Hann var ekki svona áður en hann giftist henni. Hann elskaði fjölskylduna sína og hann elskaði pabba sinn,“ segir Angela og bætir við að Harry hafi alla tíð hlakkað til að vera viðstaddur þegar faðir hans yrði krýndur konungur og lengi vel hafi Harry verið svo vinsæll meðal Breta að ekki einu sinni Elísabet drottning gat toppað það.

Því telur Angela ljóst að staðan hjá hjónunum í dag sé sú að Harry sé hreinlega pikkfastur í fortíðinni, en á meðan sé eiginkona hans að horfa til framtíðar. Andlega sé prinsinn mjög óstöðugur á meðan Meghan virðist í góðu jafnvægi. Angela telur því að hertogaynjan hafi fengið allt sem hún þurfti úr hjónabandinu og eigi eftir að sigla á önnur mið fljótlega.

„Hún tekur það sem hún getur og skilur það svo eftir. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið