fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Dóttir Charlie Sheen birtir djörfustu myndina til þessa

Fókus
Föstudaginn 30. júní 2023 10:02

Sami Sheen. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sami Sheen, 19 ára,  var að birta djörfustu myndina sína til þessa á OnlyFans. E! News greinir frá.

Sami er dóttir leikarans Charlie Sheen og leikkonunnar Denise Richards.

„Þetta er djarfasta myndin mín til þessa. Alveg gegnsær toppur… Ég veit þið viljið sjá þau,“ skrifaði Sami á Twitter og birti mynd af sér í gegnsæjum topp, en búin að blörra yfir geirvörturnar.

Sami hefur verið opin um hvers konar efni hún framleiðir fyrir OnlyFans og hefur áður útskýrt af hverju hún sýnir eiginlega aldrei geirvörturnar.

„Ég veit þú hugsar kannski: „Hvernig í fjandanum ertu kynlífsverkakona ef þú sýnir þær ekki? En treystið mér, ég hef mínar leiðir,“ sagði hún í myndbandi á TikTok.

„Ég sýni samt næstum því allt. Ég vil bara bíða þar til [brjóstin eru alveg tilbúin] og ég sé ánægð með það sem ég er að sýna ykkur.“

Þó Sami titli sig sem „kynlífsverkakonu“ (e. sex worker) þá er hún ekki klámstjarna.

„Ég hitti ekki fólk, ég tek mig ekki upp stunda kynlíf,“ sagði hún og tók fram að hún dæmi ekki fólk sem gerir það.

„Ég segi að ég sé kynlífsverkakona því helsta tekjulind mín er OnlyFans. En ef fólk myndi gera rannsóknarvinnuna sína þá myndi það vita að það eru til margar tegundir af kynlífsvinnu. Ég veit ekki af hverju það er svona umdeilt, ég elska vinnuna mína svo mikið.“

Charlie Sheen, Sami Sheen og Denise Richards.

Sami hefur meira að segja tekist að breyta skoðun foreldra sinna, sem styðja nú dóttur sína og starf hennar.

Þegar Sami byrjaði á OnlyFans fyrir ári síðan var faðir hennar verulega ósáttur.

Sjá einnig: Kennir fyrrverandi um að dóttir þeirra sé á OnlyFans

„Ég gef þessu ekki mína blessun,“ sagði leikarinn á sínum tíma. „En þar sem ég get ekki komið í veg fyrir þetta þá hvatti ég hana til að halda þessu snyrtilegu, listrænu og að fórna ekki heilindum sínum.“

Hann gaf einnig til kynna að þetta væri móður hennar að kenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“