fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Beggi Ólafs gerir upp umdeilda viðtalið – „Það var ýmislegt í þessu viðtali sem ég sagði ekki beint en það var fyllt inn í eyðurnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 30. júní 2023 09:59

Beggi Ólafs. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirlesarinn og doktorsneminn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, olli talsverðu fjaðrafoki í fyrra fyrir athugasemdir sínar um karlmennsku sem fóru öfugt ofan í marga.

Moldviðrið hófst þegar Beggi birti myndband á Instagram þar sem hann talaði um mikilvægi þess að karlmenn megi vera karlmenn. Ummæli hans voru höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum. Hann var einnig harðlega gagnrýndur og var meðal annars kallaður hinn „íslenski Andrew Tate.“

Sjá einnig: Beggi Ólafs veldur usla með umdeildu myndbandi – „Íslenskur Andrew Tate mættur“

Hann vakti svo enn frekari usla þegar hann fór í viðtal hjá Ísland í dag á Stöð 2 í janúar á þessu ári. Í viðtalinu ræddi Beggi meðal annars um að það væru vond skilaboð til ungra drengja að tala um eitraða karlmennsku. Hann sagði einnig að karlmenn eigi að vera ófeimnir við að benda á mikilvægi sitt í þjóðfélaginu og ræddi um þriðju vaktina.

„Bæði kynin geta blómstrað“

Síðan hefur Beggi haft hægt um sig en hann mætti  á dögunum í hlaðvarpsþáttinn Norræn karlmennska á streymisveitunni Brotkast og fór yfir málið. Aðspurður af hverju hann haldi að það hafi orðið svona mikið fjaðrafok vegna athugasemda hans segir hann:

„Þetta er góð spurning. Ég held að ein pælingin sé sú, þegar þú talar upp karlmennsku eða unga drengi, að þetta sé svona zerosum game. Ef karlmenn vinna eða bæta sig, þá tapar konan. Og það er bara ekki rétt. Ég held að við getum lifað í heimi þar sem bæði kynin geta blómstrað og ég held að það hafi verið svolítið stuðandi fyrir fólk.

Ég held líka að það hafi verið stuðandi að maður sé í rauninni að tala karlmenn upp. Því umræðan á Íslandi er mestmegnis að karlmenn stjórni öllum fyrirtækjum, að það sé eitthvað að karlmönnum, að karlmenn þurfi að bæta sig, að karlmenn séu ofbeldishneigðir og að þeir geri alla þessa skaðlegu hluti […] þannig þegar það kemur einhver og vill vera rödd fyrir unga menn, sem þurfa á rödd að halda, og er að tala þá upp… Því að þrátt fyrir að [stjórnendur flestra fyrirtækja séu karlmenn] þá eru það fæstir karlmenn sem eru það, mikill meirihluti karlmanna er að ströggla í lífinu.

Og þrátt fyrir að [flest ofbeldisbrot séu framin af karlmönnum], þá er það samt minnihluti karlmanna sem gera það. Ég held að það hafi verið stuðandi fyrir fólk sem skipar þennan háværa minnihlutahóp á Twitter, sem er lengst til vinstri og hefur kannski ákveðna sýn um hvað karlmennska er.“

Sjá einnig: Beggi Ólafs segir að „mafíunni“ hafi ekki tekist að sverta mannorð hans

Segir þau reyna að taka hann úr samhengi

Beggi segist tala fyrir þroskaða karlmennsku og þá fari umræddur hópur á Twitter í vörn.

„Þau reyna að grípa mig, taka mig úr samhengi, reyna að setja einhverja merkingu í orðin sem ég er að segja, og allt þar fram eftir götunum,“ segir hann.

Fyrirlesarinn viðurkennir að hann hafi verið „svolítið ákveðinn og hvass“ í viðtalinu. „Ég held að ef ég hefði verið rólegri þá hefði þetta ekki sprungið svona út.“

Hann segir að það sé lítill hópur sem gagnrýni hann á Twitter en að stærri hópur nálgist hann á götu úti, í ræktinni eða sendi honum jákvæð skilaboð og þakki honum fyrir.

Fyllt inn í eyðurnar

Beggi segir að margt af því sem hann sagði í Ísland í dag viðtalinu hafi verið tekið úr samhengi.

„Við töluðum í 45 mínútur og ég talaði örugglega í 44 mínútur af því. Ókei, það birtist viðtal sem er 12 mínútur, af þeim 12 mínútum er ég að tala í 7 mínútur og Sindri er að fylla inn í eyðurnar í 5 mínútur. Og Sindri, aftur, fyllir inn í eyðurnar. Það var ýmislegt í þessu viðtali sem ég sagði ekki beint en það var fyllt inn í eyðurnar. Og hvað gerir fólk? Það tekur einhvern lítinn bút af því sem ég segi og ákveður að ég sé skaðlegur einstaklingur,“ segir hann.

Þáttinn má horfa á í heild sinni með áskrift hjá Brotkast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone