Ný og glæsileg fjögurra herbergja íbúð í vönduðu og fallegu fjölbýli í Urriðaholtinu í Garðabæ er til sölu. Það verður opið hús seinna í dag.
Íbúðin afhendist með Chevron parketi, innbyggðum ísskáp, frysti og uppþvottavél.
Það eru tvö baðherbergi, arinn, sjónsteypuveggur, innbyggt hátalarakerfi og aukin lofthæð með hljóðdúk að hluta í lofti. Eigninni fylgir stæði í lokuðu bílastæðahúsi.
Íbúðin er 167,5 fermetrar að stærð og ásett verð er 167,9 milljónir.
Eins og fyrr segir eru tvö baðherbergi. Það er gengið inn í annað þeirra frá hjónasvítunni. Það er frístandandi baðkar og svo kölluð „walk in“ sturta. Þetta baðherbergi er ekki endilega fyrir spéhrædda en það eru mikið af gluggum við hlið baðkarsins og stutt í næsta nágranna.
Þú getur skoðað fleiri myndir og lesið nánar um eignina á fasteignavef DV.