fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Svona lítur kynbomban sem sló í gegn í Baywatch út í dag

Fókus
Miðvikudaginn 28. júní 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættir um strandverðina, sem hlupu um bandarískar strendur í rauðum sundfötum, nutu mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar, enda þar að finna fullt af gullfallegu fólk á baðfötunum, sem kom sér vel þar sem ekki var hægt að halla sér að Internetinu til að finna slíkt myndefni. Sjálf klámstjarnan Pamela Anderson gerði garðinn frægan í þáttunum og þeir komu líka leikaranum David Hasselhoff rækilega á kortið.

Strandverðirnir sem hlupu í hægsýningu í den eru fyrir löngu horfnir til annarra verkefna, enda hafa þrír áratugar liðið. Leikkonan Erika Eleniak lék strandvörðinn Shauni McClain í fyrstu þremur þáttaröðunum. Hún er í dag orðin 53 ára og í staðinn fyrir að skarta rauðum sundbol skartar hún í dag húðflúrum sem þekja báða handleggi hennar, eða svokallað erma-húðflúr.

Skjáskot/New York Post

NewYork Post greinir frá því að Erika hafi nýlega brugðið sér á almannafæri og brá mörgum í brún að sjá hversu mikið hún hefur breyst, enda margir meðal almennings og fjölmiðla sem greinilega er þeirrar trúar að stjörnunum sé haldið sofandi í formalíni þegar þær eru ekki í deiglunni.

Erika lék sitt fyrsta hlutverk í geimverumyndinni E.T, þá var hún aðeins 12 ára gömul. Hún gerði svo allt vitlaust þegar tók að sér hlutverk í Strandvörðunum. Vakti kynþokki hennar, líkt og þokki áðurnefndrar Pamelu, athygli og bauðst henni að sitja fyrir í fullorðins tímaritinu Playboy og þótti meðal eftirsóttustu kvenna heims. Hún ákvað svo að reyna að nýta þessar vinsældir til að láta kvikmyndastjörnudrauminn rætast og sagði skilið við strandverðina fyrir stóra skjáinn árið 1992. Þó það hafi ekki gengið eins og hún vonaði segist hún ekki sjá eftir ákvörðun sinni. Þættirnir hafi vissulega verið að aukast í vinsældum, en á sama tíma hefðu þeir orðið meira ögrandi og meiri áhersla lögð á sundföt heldur en söguþráð.

Þessa daganna tekur hún að sér einstaka hlutverk en ver mestum tíma sínum með fjölskyldu sinni í úthverfum Kaliforníu. Eins og sjá má er Erika enn kynbomba, og enn meiri töffari. Enda vita allir að það er kúl að vera með húðflúr.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Erika Eleniak (@officialerikaeleniak)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“