fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Rýfur loks þögnina um orðróminn um framhjáhald hennar og Liam Hemsworth

Fókus
Þriðjudaginn 27. júní 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar söngkonan Miley Cyrus gaf nýlega út smellinn Flowers, varð allt vitlaust. Aðdáendur greindu texta lagsins og myndband niður í öreindir og töldu augljóst að þarna væri söngkonan að greina frá því að fyrrverandi eiginmaður hennar, Liam Hemsworth, hefði verið henni ótrúr.

Miley og Liam voru saman í um fimm ár í heildina en um var að ræða svokallað haltu-mér slepptu-mér samband. Þau ákváðu óvænt að gifta sig árið 2018, en fór þó ekki betur en svo að ári síðar hafði Miley farið fram á skilnað.

Meðal þess sem aðdáendur töldu sig hafa lesið úr myndbandi lagsins var að Liam hefði haldið framhjá Miley með leikkonunni Jennifer Lawrence þegar þau léku saman í Hungurleika-þríleiknum. Þetta hafi Miley sýnt með því að velja sér fatnað, gylltar buxur og topp í stíl, sem hafi greinilega verið vísun í kjól sem Jennifer klæddist á frumsýningu einnar af Hungurleika-myndunum. Kjólinn og föt Miley má sjá hér fyrir neðan:

Það hefur samt komið fyrir að aðdáendur byggi kenningar sínar á sandi. En þessi orðrómur hefur gengið svo lengi, og farið svo víða, að Jennifer fann sig knúna til að svara honum. Það gerði hún á mánudaginn í þættinum Watch What Happens Live With Andy Cohen. Þar var hún spurð út í orðróminn og hvort hún væri tilbúin að tjá sig um hann.

Hvort hún var. „Ekki satt. Ekkert nema sögusagnir.“

Hún tók fram að hún hefði einu sinni kysst Liam, fyrir utan tökustað, en sá koss hafi átt sér stað mörgum árum eftir að hann og Miley hættu saman. Aðspurð um líkindi kjólsins sem hún klæddist og fatnaðar sem Miley klæddis í myndbandinu sínu tók leikkonan fram að líklega væri um tilviljun að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone