fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Eiginmaðurinn skilaði sér seint heim – Fór með hann í bíltúr þar til hann játaði allt

Fókus
Þriðjudaginn 27. júní 2023 21:59

Lauren Compton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Lauren Compton, 35 ára, segir frá því hvernig hún komst að framhjáhaldi eiginmanns síns.

Lauren er þekktust fyrir leik sinn í myndunum ClownTown, Death House og Attack of the Killer Donuts. Undanfarið hefur hún einbeitt sér meira að OnlyFans og var að byrja með nýtt hlaðvarp, First Dates with Lauren Compton.

Gekk í hjónaband 22 ára

Fáir vita að hún hafi verið gift í sjö ár. Hún greinir frá þessu í hlaðvarpinu Your Mom‘s House.

„Ég giftist Ítala. Við þurftum að gifta okkur, ég elskaði hann, en við þurftum að gifta okkur svo hann gæti fengið græna kortið,“ segir hún.

Hún var þá 22 ára. Þau voru gift í sjö ár þar til eitt örlagaríkt kvöld þegar fyrrverandi eiginmaður hennar skilaði sér ekki heim eftir vinnu. Hann var rekstrarstjóri á veitingastað.

„Ég skoðaði „Find my iPhone“ og sá að hann var rétt hjá, neðar í götunni. Ég hélt að hann væri dauður út í kanti eða eitthvað, klukkan var sex um morguninn,“ segir hún.

Lauren Compton. Mynd/Instagram

„Þannig ég keyrði þangað og sá hann vera að yfirgefa einhverja íbúð, hann var með úfið hár og mjög lufsulegur. Ég hugsaði: „Hvað í fjandanum er í gangi?“ Ég dreif mig heim, hann kom inn um dyrnar og ég spurði hvar hann hafði verið.“

Lauren segir fyrrverandi eiginmann hennar hafa logið og sagt að hann hafi gist hjá vini sínum um nóttina.

Hún greip þá til sinna ráða og spurði hvort hann væri til í að fara í smá bíltúr, hún keyrði hann síðan að heimili konunnar þar sem hann hafði verið um nóttina.

„Hann virtist stressaðri því meira sem við nálguðumst húsið. Hann spurði hvert við værum að fara og ég sagði: „Ég reyndar veit það ekki, seg þú mér, hver býr þarna?““

Hann viðurkenndi allt saman. Samstarfskona hans átti heima þarna og þau höfðu átt í leynilegu ástarsambandi í einhvern tíma.

„Tveimur vikum seinna var ég flutt út, við skildum og ég hef ekki farið til baka síðan,“ sagði hún.

@yourmomshouse Detective Lauren. YMH 713 #yourmomshouse #yourmomshousepodcast #podcast #podcasting #comedypodcast #comedians ♬ original sound – Your Mom’s House Podcast

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram