fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Heimildarmynd um fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Danmerkur

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudaginn 12. júní frumsýnir Viaplay heimildarmynd um fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Danmerkur. „The Prime Minister Helle Thorning-Schmidt“ er pólitískur spennutryllir þar sem dregin er upp mynd af ráðherranum og flokksformanninum Helle Thorning-Schmidt – áður, á meðan og eftir hennar pólitísku tilveru. Heimildarmyndin er í tveimur hlutum og leikstýrt af Nille Westh.

Helle var fyrsta konan til að leiða Jafnaðarmannaflokkinn og fyrsta konan sem varð forsætisráðherra í Danmörku. En hvernig var það að vera Helle undir mjög miklum þrýstingi  í flokknum og í miðjum fjölmiðlastormi, þar sem Danir voru mataðir af sögum um vanhæfi hennar byggðum á því hvers lags kona hún væri?

Fyrirsagnir á borð við „Gucci Helle“, „teflondrottningin“, „ísdrottningin“ og „gamlársflugeldurinn“ þöktu forsíður dagblaðanna og danskir fjölmiðlar gerðu sitt til að viðhalda þeirri ímynd af Helle að hún væri ótrúverðugur, óekta jafnaðarmaður. Þau eftirmæli heyrast enn, þegar rætt er um þennan fyrrum forsætisráðherra, og það er ein meginástæða þess að leikstjóranum, Nille Westh, fannst það skipta máli að draga upp upp raunsanna mynd af Helle sem stjórnmálakonu.

Ögrar mörgum og allir hafa skoðun á henni„Það sem upphaflega vakti áhuga minn á Helle Thorning-Schmidt sem stjórnmálakonu er hvað hún ögrar mörgum sem ég hef hitt. Allir hafa skoðun á henni. Að sjálfsögðu eru líka margir, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sem finnst hún frábær. En svo eru fjölmargir sem hafa mikla fordóma og ranghugmyndir um hana. Einhverjir telja að hún hafi ávallt verið fjölmiðlasjúk, að hún gangist upp í útliti sínu á rangan hátt, að hún hafi aldrei haft stjórnmálalega sannfæringu og þess vegna hafi hún ekki haft neitt áhugavert að segja, að það sé sagan öll. Því er ég að sjálfsögðu algjörlega ósammála. Það er frá mörgu bæði áhugaverðu og mikilvægu að segja hér. Saga Helle er mikilvægur hluti af Danmerkur-sögunni, bæði vegna þeirrar stöðu sem hún komst í, en einnig er saga hennar umhugsunarvert dæmi um hvað mótar sameiginlega afstöðu okkar,“ segir leikstjórinn Nille Westh.Það eru aðeins 10 ár síðan Helle hætti sem forsætisráðherra. Margt hefur gerst síðan þá. Metoo-hreyfingin, baráttan fyrir jafnrétti og réttindum kvenna hefur tekið stökk, og Helle er í dag ein stærsta og mikilvægasta röddin í umræðunni. Fjarlægðin frá þessum atburðum og sjónarhornið í heimildarmyndinni afhjúpar karllæga umhverfið sem þessi fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Dana varð að athafna sig í og vera fyrirmynd um leið. Atburðarás sem virðist óhugsandi í dag.

Þurfti að standast árásásir á pólitíska sviðinuHeimildarmyndin sem byggir á umfangsmiklu safni af skjölum kortleggur einmitt  þessa atburðarás, og hvernig Helle þurfti bæði að standast árásir á pólitíska sviðinu en einnig sig sjálfa sem persónu og um leið berjast fyrir sínu pólitíska verkefni. Við fáum tækifæri til að skyggnast á bak við luktar dyr á Christiansborg og heyra sögur sem ekki hafa verið sagðar áður af pólitískum þrætueplum eins og til dæmis stjórnarmyndunarviðræðum í „Svarta turninum“ sem og víðtækum innanbúðardeilum hjá Jafnaðarmannaflokknum. Við fáum einnig að fylgjast með einkalífi Helle í gegnum einstakt aðgengi að eiginmanni hennar, Stephen Kinnock og börnum þeirra, Milo og Johanna Kinnock.Viðtöl við áberandi og þekktar persónur í stjórnmálum og fréttamenn í dönsku þjóðlífi draga fram hið pólitíska samhengi. Sagan frá því þá fléttast saman við líf Helle eins og það er í dag, mikilvægu ljósi er varpað á aðgengi fjölmiðla að stjórnmálafólki, og hvernig núverandi kvenkyns forsætisráðherra byggir á reynslu Helle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan