fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Guðni Th. mætti í afmæli Hugarafls

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugarafl fagnaði 20 ára afmæli samtakanna á fimmtudag. Margir góðir gestir glöddust með Hugaraflsfélögum. Í tilefni dagsins var farið yfir sögu samtakanna, baráttuna, hugmyndafræði valdeflingar og bata sem notuð hefur verið í samtökunum frá fyrsta degi.

Rætt var um að Hugarafl hefur alla tíð lagt áherslu á að nýta reynslu notenda sem þekkja geðheilbrigðiskerfið á eigin skinni til að stuðla að breytingum á þjónustu við einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir. Stemningin var einlæg og persónuleg, fundarstjóri minnti á að Hugarafl er lágþröskuldaúrræði í grasrótinni sem er opið öllum landsmönnum.  Hugaraflskonur sáu um mögnuð tónlistaratriði á milli ræðubúta.

Willum Þór Þórsson ráðherra steig á stokk og fagnaði með gestum. Hann ræddi mikilvægi samtakanna í Íslensku samfélagi og hvatti Hugarafls fólk til dáða. Willum þakkaði Hugarafli áralanga þátttöku í stefnumótun og samstarf við ráðuneytið. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands steig einnig á stokk, hann ræddi mikilvægi gleðinnar og tjáði væntumþykju sína fyrir Hugarafli og öðrum samtökum. Hann ræddi mikilvægi þess að við fáum öll að sýna hvað í okkur býr og mikilvægt að hver og einn fái tækifæri til að gefa af sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Staðfestu orðróminn með kossi

Staðfestu orðróminn með kossi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hún er alltaf ber að ofan og segir það „þaulskipulagt“

Útskýrir af hverju hún er alltaf ber að ofan og segir það „þaulskipulagt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Friends þátturinn sem var breytt vegna 9/11 hryðjuverkaárásanna

Friends þátturinn sem var breytt vegna 9/11 hryðjuverkaárásanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan opnar sig um líkamlegt ofbeldi fyrrum eiginmanns – Lét andlitið vera til að skemma ekki peningavélina

Ofurfyrirsætan opnar sig um líkamlegt ofbeldi fyrrum eiginmanns – Lét andlitið vera til að skemma ekki peningavélina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Berglind opnar vefmiðill fyrir konur – Nefndur eftir eyjunni þar sem hún giftist sjálfri sér

Berglind opnar vefmiðill fyrir konur – Nefndur eftir eyjunni þar sem hún giftist sjálfri sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásökunum um kynferðisbrot fjölgar – Stakk upp á að 15 ára stúlka héldi kynlífsþematengt afmæli

Ásökunum um kynferðisbrot fjölgar – Stakk upp á að 15 ára stúlka héldi kynlífsþematengt afmæli