fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Geimveran í eyðimörkinni – Leyndardómurinn um hina furðulegu Atacama beinagrind

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2003 fundust líkamsleifar af einhverju sem enginn vissi var af hverjum eða hverju í Atacama eyðimörkinni í Chile. Það eina sem flestum datt í hug var að þetta gæti ekki verið neitt annað en geimvera.

Beinagrindin var örsmá, aðeins rétt rúmlega 15 sentimetrar á lengd með afar stórt og skálaga augnsvæði, mun færri rif en eðlilegt má teljast í fólki og strýtulagað höfuð. 

Fundurinn leiddi til vangaveltna um hvort um væri að ræða áður óþekkta tegund prímata eða jafnvel, eins og fyrr segir, geimveru. Fundurinn hristi verulega upp í samfélagi þeirra er trúa hvað mest á komur geimvera til jarðar og var mikill spenningur þar á bæ. Og reyndar víðar og var meðal annars gerð heimildarmynd sem fullyrti að um geimveru væri að ræða og rataði sú á Netflix. 

Fyrsta álit vísindamanna var að um væri að ræða (mennskt) barn, 6 til 8 ára gamalt, og væri beinagrindin mörg þúsund ára gömul. 

En það breytti ekki trú margra á að um geimveru væri að ræða og hélst sú trú allt til 2012 þegar að vísindamenn við hinn virta Stanford háskóla ákváðu að reyna að leysa gátuna um geimveruna í eyðimörkinni. 

Með fjölda gallaðra gena

Frumrannsókn leiddi í ljós að beinagrindin var ekki mörg þúsund ára gömul, hún var aðeins 40 ára og því býsna auðvelt að gera DNA greiningu á henni. 

Í ljós kom að um manneskju var að ræða og það kvenkyns, og hefðu foreldrar verið frá Chile. Sennilegast þótti vísindamönnum að um fóstur væri að ræða en ástæðan fyrir upphaflega greiningunni, að um 6 til 8 ára barn væri um að ræða, kom til vegna sjúkdóms í fóstrinu. Um er að ræða afar sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir það að verkum að bein eldast á margföldum hraða. 

Það sem kom vísindamönnum hvað mest á óvart var hversu ótrúlega marga galla var að finna í DNA fóstursins. Fundust alls 64 gallar í sjö genum. Reyndar hefur þessi samsetning af fjölda gallaðra gena aldrei fundist í nokkurri manneskju, svo vitað sé. Vísindamenn vita ekki hvað hefur getað valdið en ein hugmynd er að hugsanlega hafi fóstrið orðið fyrir skaða af völdum saltpétursnámu sem er í nágrenninu en það er lítið annað en tilgáta. 

Auk hins sjaldgæfa sjúkdóms í beinum reyndist fóstrið meðal annars hafa mikla hryggskekkju og með dvergvöxt. 

Gekk kaupum og sölum

Árið 2018 gagnrýndu vísindamenn við háskóla á Nýja-Sjálandi rannsókn Stanford háskóla og sögðu hana ekki hafa staðist kröfur um siðferðisleg vinnubrögð. Ekki hefði neitt tillit verið tekið til íbúa á svæðinu og þeir ekki spurðir álits um hvort taka mætti beinin til rannsóknar. Gagnrýnt var að beinagrindin hefði verið fjarlægð frá Chile, og þar með hugsanlegum ættingjum, í stað þess að taka örlítið sýni sem nægt hefði til rannsókna. Var hvatt til þess að beinagrindin yrði send aftur til Chile hið snarasta. 

Stanford háskóli samþykkti það og sendi beinagrindina til Chile. Þar gekk hún nokkrum sinnum kaupum og sölum og mun nú vera í eigu spænsks auðmanns.

En það er aldrei að vita nema að litla telpan í eyðimörkinni hafi hugsanlega hjálpað öðrum börnum. Það má í það minnsta vona það. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“