fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Raunverulega eiginkonan Lisa Rinna varpar skuggalegu ljósi á brotthvarf sitt

Fókus
Þriðjudaginn 30. maí 2023 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og raunveruleikastjarnan Lisa Rinna hefur í tæpan áratug hleypt áhorfendum raunveruleikaþáttanna, um raunverulegar eiginkonur í Beverly Hills (e. The Real Housewives of Beverly Hills), inn í líf sitt. Þættirnir sýndu frá munarfullu lífi leikkonunnar og fjölskyldu hennar  – eiginmanninum Harry Halmin og afkvæmum þeirra. Nú hafa þó átt sér stað kaflaskil því Lisa hefur ákveðið að skella í lás og segja skilið við raunveruleikasjónvarpið.

Margir hafa furðað sig á þessari ákvörðun hennar en hún útskýrir mál sitt í samtali við The Evening Standard og segir að þættirnir hafi gert líf hennar of hviklynt til þess að hún gæti notið þess.

„Ég vildi ekki lifa svona lífi – ég hugsa að það sé ekki hollt. Hvernig aðdáendur bregðast við þáttunum núna er ekki hvernig það var þegar ég byrjaði fyrst,“ sagði leikkonan.

Lisa segir þættina eins hafa haft áhrif á fjölskyldulíf hennar og það hafi vegið þungt þegar hún ákvað að segja þetta gott.

„Ég meina við vorum farin að fá líflátshótanir þar sem mátti finna lýsingu á hrottalegustu hlutum sem ég hef á ævi minni séð á prenti, og það út af raunveruleikaþætti. Heimskulegum raunveruleika þætti.“

Lisa segir að tíðarandinn hafi hreinlega verið orðinn slíkur að hún gæti ekki lengur tekið þátt í því. Móðir hennar heitin hafi svo birst fyrir henni í draumi og tilkynnt Lisu að nú væri mál að linni.

„Þetta er svo galið því hálfur heimurinn mun trúa þessi og hinn helmingurinn mun segja að þetta sé skrítið. Ég var sofandi og ég heyrði hana segja mér – Það er kominn tími til að þú hættir. Ég sagði miðli frá þessu og hún sagði – Já hún kom til mín og sagði mér þetta. Hún vill að þú sért hamingjusöm og eltist við drauma þína, en hún telur að nú sé kominn tími til að hætta. Ég hef aldrei sagt neinum frá þessu nema miðlinum. Mamma mín er klárlega að veita mér leiðsögn.“

Mamma Lisu lét lífið 93 ára að aldri og þótti framleiðendum þáttanna það klárlega vera kjörið tilefni til að sýna hvaða áhrif andlát móðurinnar hefði á Lisu. Lisa segir að eftir það hafi farið að renna á hana tvær grímur. Og eins og rakið er hér að ofan þá hafði það líka gífurlega áhrif á Lisu að átta sig á þeirri hörku og fjandskap sem aðdáendur þáttanna voru farnir að sýna. Nú ætlar hún að snúa sér aftur að skálduðum sögum í kvikmyndum frekar en raunveruleikanum, enda raunveruleikinn hreinlega að verða of skuggalegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“