fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Knattspyrnumaður, læknir og aðgerðasinni

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir knattspyrnusérfræðingar telja landslið Brasilíu sem tók þátt í heimsmeistarakeppni karla á Spáni 1982 hafa verið besta liðið sem vann ekki keppnina. Liðið spilaði áferðafallegan og sókndjarfan fótbolta en það dugði ekki til sigurs.

Einn þekktasti leikmaður liðsins þá og síðar meir var yfirleitt aldrei kallaður annað en fornafninu sínu, Sócrates. Hann hóf feril sinn sem sóknarmaður en færði sig aftur á miðjuna. Sócrates þótti m.a. lesa leikinn vel, gefa hárnákvæmar sendingar og vera mjög góður skotmaður.

Á ferli sínum lék hann 60 landsleiki fyrir Brasilíu og skoraði í þeim 22 mörk. Hann lék allan ferilinn með félagsliðum í Brasilíu fyrir utan eina leiktíð á Ítalíu. Sócrates lagði skónna á hilluna 1989 en tók þá fram aftur 2004 og lék einn leik með enska utandeildarliðinu Garforth Town.

Sócrates var yfirleitt auðþekkjanlegur á skegginu, síða hárinu og hárbandinu sem hann bar oftast í leikjum. Hann var hins vegar ekki dæmigerður atvinnumaður í knattspyrnu. Á meðan ferlinum stóð lauk hann prófi í læknisfræði og eftir að hann lagði skóna á hilluna fór hann að annast sjúklinga.

Líklega má lýsa Sócrates bæði sem menntamanni og íþróttamanni en það er sjaldgæft að fólk falli undir báða þessa hatta. Hann las alla tíð mikið og var alinn upp á heimili þar sem talsvert var til af bókum. Faðir Sócrates neyddist þó til að farga hluta bókasafns síns þar sem hann óttaðist að herforingjastjórninni, sem rændi völdum í Brasilíu 1964 (þegar Sócrates var 10 ára), myndi mislíka innihaldið og hneppa hann í varðhald.

Sócrates fór aldrei leynt með að hann hallaðist mjög til vinstri í stjórnmálum. Hann dáði m.a. Che Guevara og Fidel Castro. Á meðan ferlinum stóð skrifaði hann reglulega greinar í blöð og tímarit og hélt því áfram eftir að skórnir voru komnir upp á hillu. Í greinunum skrifaði hann m.a. um stjórnmál, efnahagsmál en einnig um íþróttir.

Baráttan fyrir lýðræði

 

Leikmenn Corinthians

 

Herforingjastjórnin ríkti í Brasilíu meirihluta knattspyrnuferils Sócrates. Stjórnin var augljóslega ekki sérstaklega hrifin af lýðræði. Þegar Sócrates lék með liði Corinthians ( á árunum 1978-1984), í Sao Paulo-borg, var hann meðal hestu forvígismanna að stofnun lýðræðishreyfingar innan félagsins. Leikmenn stjórnuðu sjálfir öllum málum sem vörðuðu þá og tóku allar ákvarðanir með einfaldri atkvæðagreiðslu.

Leikmenn Corinthians létu sér hins vegar ekki nægja að beita sér fyrir lýðræði innan félagsins.

Þeir mótmæltu stjórnarfarinu í Brasilíu og létu merkja orðið lýðræði á búninga félagsins. Þegar tókst, árið 1982, að knýja fram fyrstu fjölflokka þingkosningarnar í landinu síðan herforingjastjórnin tók völdin hvöttu leikmenn Corinthians almenning til að kjósa.

Leiðtogahæfileikar Sócrates voru óumdeildir og þegar leið á níunda áratuginn gekk hann enn lengra í barátunni fyrir lýðræði. Árið 1984 lýsti hann því yfir opinberlega að hann styddi kröfu hreyfingar sem barðist fyrir því að forseti í Brasilíu yrði kjörinn í beinni kosningu af þjóðinni. Til stóð að hann yfirgæfi brasilísku deildina og gengi til liðs við Fiorentina á Ítalíu. Sócrates sagðist myndu fresta félagaskiptunum ef þingið samþykkti lagafrumvarp um beina kosningu forsetans.

Frumvarpið náði ekki fram að ganga og Sócrates flutti til Ítalíu. Lýðræðisbylgjan varð hins vegar ekki stöðvuð í Brasilíu. Borgarlegri stjórn var komið aftur á 1985 og 1988 var samþykkt ný stjórnarskrá sem kvað á um beina kosningu forseta landsins frá 1989. Þessi skipan hefur haldist síðan.

Sócrates kom ekki einn síns liðs á lýðræði í Brasilíu en átti sannarlega sinn þátt í því.

Þrátt fyrir að vera íþróttamaður í fremstu röð lifði Sócrates oft á tíðum ekkert sérstaklega heilsusamlegu lífi. Hann drakk áfengi í ríflegum skömmtum og reykti mikið. Sócrates þótti oft á tíðum óagaður og jafnvel latur. Hann sagðist engan veginn tilbúinn til þess að neita sér um þessar lystisemdir.

Sócrates lést árið 2011, 57 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone