fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Íslandsheimsókn YouTube-stjörnu slær í gegn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. maí 2023 09:59

Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-stjarnan Safiya Nygaard og eiginmaður hennar Tyler Williams komu til Íslands í janúar og heimsóttu meðal annars Bláa lónið.

Safiya er mjög vinsæl á samfélagsmiðlum, sérstaklega YouTube þar sem hún er með rúmlega 9,5 milljónir áskrifenda. Myndbönd hennar eru vel gerð, skemmtileg og oft á tíðum fræðandi, eins og myndbandið sem hún birti frá Íslandsheimsókninni.

„I Went To An Icelandic Geothermal Spa“ er titillinn á myndbandinu sem er um 28 mínútur að lengd og hefur fengið tæplega tvær milljónir í áhorf þegar greinin er skrifuð.

Ísland var fyrsta stopp af þremur Norðurlöndum. Þau fóru síðan til Svíþjóðar og Finnlands.

Mynd/YouTube

Ísland í janúar

Eins og fyrr segir komu hjónin til Íslands í janúar og byrjuðu þau ferðina á því að skafa bílaleigubílinn í miklu frosti. Þau fóru síðan til Reykjavíkur og skoðuðu sig þar um, kíktu í búðir og líkti Safiya Hagkaup við Target og Bónus við  Trader‘s Joe, báðar vinsælar verslunarkeðjur í Bandaríkjunum.

Þau enduðu svo daginn í Hlemm Mathöll og hafði Safiya orð á því hvað mathallir virðast vera mikið „trend“ á Íslandi.

Safiya keypti sér poka. Mynd/YouTube

Bláa lónið

Samfélagsmiðlastjörnurnar gistu á Retreat hótelinu hjá Bláa lóninu. Þau kíktu síðan í lónið sjálft daginn eftir. Hún fræðir áhorfendur hvað Bláa lónið er í myndbandinu, hvað sé hægt að gera þar og höfðu þau orð á því hvað þetta væri slakandi og skemmtilegt.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“