fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Dæmd fyrir hórdóm – Eiginkonan vildi að barnsmóðirin byggi hjá þeim

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 6. maí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. nóvember árið 1879 var Kristján Guðmundsson, bóndi á Dröngum á Snæfellsnesi, kallaður fyrir sýslumann Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Einnig var eiginkona Kristjáns, Ragnheiður Halldórsdóttir, ásamt konu að nafni Ragnhildur Kristín Bjarnadóttir, sem hafði um tíma verið vinnukona á bænum, kallaðar fyrir sýslumanninn.

Á þessum tíma var það í trássi við lög að fólk eignaðist börn utan hjónabands eða ætti í einhvers konar kynferðislegu samneyti.

Kristján og Ragnhildur voru sannarlega ekki hjón en höfðu, á undanförnum árum, eignast þrjú börn og þegar þau, ásamt Ragnheiði, voru kölluð fyrir sýslumann var uppi sterkur grunur um að Ragnhildur byggi á Dröngum. Ragnhildur og Kristján höfðu áður verið áminnt fyrir það og því voru þau þrjú kölluð fyrir sýslumann.

Ragnheiður skýrði sýslumanni frá því að Ragnhildur byggi vissulega enn á Dröngum. Börn Ragnhildar og Kristjáns bjuggu á bænum og Ragnheiður lýsti því fyrir sýslumanni að hún gæti ekki án aðstoðar Ragnhildar verið við uppeldi barnanna.

Ragnheiður óskaði eindregið eftir því að Ragnhildur fengi að vera áfram á heimilinu til að koma í veg fyrir að ringulreið skapaðist.

Kristján staðfesti orð eiginkonu sinnar og sagði sýslumanni, samkvæmt dómabók Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu:

„Hann hafa verið neyddur til að taka hana aftur að miklu eða mestu leyti á heimili sitt til þess að annast börn þeirra og hafi hún dvalið þar síðan dag og nótt.“

Einnig tók Kristján sérstaklega fram að:

„Það væri með tilstilli og ósk og fortölum konu sinnar að [Ragnhildur] ílengdist hér á bænum.“

 Í kjölfar þessara yfirlýsinga ákvað sýslumaður að ákæra, með formlegum hætti, Kristján og Ragnhildi.

Dómurinn

Sýslumaður kvað upp dóm 20. janúar 1880. Honum þótti fullsannað að Kristján og Ragnhildur hefðu haldið áfram:

 „Sinni hneykslanlegu sambúð, er þau hafa fengið löglega áminningu um að skilja undir viðlagðri hegningu.“

Sýslumaður tók ekki mark á þeim orðum að Kristján hefði að skipan eiginkonu sinnar fengið Ragnhildi barnsmóður sína til að vera á bænum:

„Því honum er bæði skylt og fært sem húsbónda að vísa barnsmóður sinni burt þegar yfirvaldið af löglegum ástæðum krefst þess.“

Sýslumaður mat Kristjáni og Ragnhildi það ekki til refsilækkunar að allt færi í uppnám á bænum ef henni væri vísað burt. Hann var þó tilbúinn að sýna Ragnhildi vægð upp að vissu marki því hún væri „umkomulaust og umkomulítið hjú“ og að miklu leyti háð vilja húsbónda síns.

Líklegt þótti að hún hefði óhlýðnast skipunum um að halda sig frá bænum þar sem annars hefði hún ekki átt í önnur hús að venda.

Í ljósi alls þessa taldi sýslumaður rétt að dæma Kristján í fjórtán daga fangelsi en Ragnhildi í átta daga fangelsi.

Sýslumaður ákvað þó ekki að hafa það hluta af dómnum að þeim væri fyrirskipað að halda sig framvegis hvort frá öðru þótt það væri líklegt að þau myndu halda áfram:

„Saurlifnaði sín á milli, eftir sem áður þykir samt ekki tiltækilegt að leggja bann fyrir með dómi þessum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone