Það hafa líklega fáir skemmt sér betur á tónleikum fílharmóníunnar í Los Angeles á dögunum. Flutt var fimmta sinfónía Tchaikovskys og upplifði þá gestur, kona, fullnægingu sem skók allan líkama hennar og lét hún heyra vel í sér.
Tónleikarnir áttu sér stað á föstudaginn og lýsa gestir því svo í samtali við Los Angeles Times að þeir hafi heyrt óhljóð og litið við til að sjá hvað væri í gangi.
„Allir sneru sér við til að sjá hvað væri að gerast,“ sagði Milly Grant sem sat nærri konunni sem naut sín heldur betur á tónleikunum. „Ég sá stúlkuna eftir að þetta gerðist, og ég geri ráð fyrir að hún hafi fengið fullnægingu því hún andaði þungt og makinn hennar brosti og horfði á hana – eins og hann væri að reyna að verða henni ekki til skammar. Þetta var frekar fallegt.“
During Tchaikorskys 5th symphony at the LA Philharmonic last night, apparently, a woman had a full-body orgasm just from the music. It was recorded. pic.twitter.com/uLJIGvJ3yQ
— Macrodosing (@MacrodosingPod) May 1, 2023
Hljóðupptaka af tónleikunum hefur farið í mikla dreifingu. Meðal tónleikagesta var líka tónskáldið Magnus Fiennes, sem er bróðir leikarans Ralph Fiennes. Hann skrifaði á Twitter: „Kona meðal áhorfenda fékk háværa allsherjar fullnægingu í öðrum kafla fimmtu sinfóníurnar. Hljómsveitin hélt kurteisislega áfram.“
Went to see @LAPhil play @Thomasades and Tchaikovsky 5 last night. A woman in the audience had loud and full body orgasm during the 5th's second movement… Band politely carried on. Props to LAPhil (and Pytor Ilyich) for bringing it on….
— Magnus Fiennes (@magnusfiennes) April 29, 2023
Ekki eru þó allir sannfærðir um að téð kona hafi verið að njóta sín. Sumir netverjar hafa velt fram þeirri kenningu að hún hafi verið að glíma við bráð veikindi. Fiennes vísaði því þó á bug og benti á að hann hafi setið nálægt konunni ásamt átta vinum sínum og þeir hafi allir komist að sömu niðurstöðu. Konan hafi setið alla tónleikana og hafi atferli hennar eins verið til sönnunar um hvað hefði átt sér stað.
Það sýndi sig þó og sannaði að sýningin verður að halda áfram, en fílharmónían lét þetta ekki tefja sig neitt frá verkinu og luku flutningi sínum án þess að gera hlé. Aðrir viðstaddir hafa lýst því svo að greinilegt hafi verið af þeim hljóðum sem konan gaf frá sér að hún hafi verið að upplifa alsælu. Aðrir viðstaddir hafi litið á þetta sem ferskandi og frábært. Nokkrir hafi tekið andköf en flestum þótti þetta frekar falleg uppákoma.
I checked with someone who works at the LA Phil and they confirmed:
1) this happened
2) the orchestra did not stop playing
3) it was during Tchaikovsky's 5th https://t.co/GWkglU1AMb— 🎹 sharon su 🎹 (@doodlyroses) April 30, 2023