fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Karlinn fúlsaði við kvöldmatnum – Eiginkonan setti netið á hliðina þegar hún eldaði nýjan rétt handa honum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. maí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Brianna æsti netverja eftir að hún birti myndband á TikTok. Þar segir hún að þegar eiginmanni hennar líkar ekki kvöldmaturinn sem hún er búin að elda, þá útbýr hún nýja máltíð handa honum. Í myndbandinu sem Brianna birti með textanum; „Maðurinn minn borðaði ekki kvöldmatinn sem ég bjó til. Gerum nachos handa honum,“ má sjá hana útbúa nachos handa sínum heittelskaða en matvanda manni undir lagi Meghan Trainor, Mother.

Sem á kannski vel við þar sem einn netverji sagði Briönnu vera að „ala upp matvant mannsbarn.“

Þegar Brianna setur nachos-ið í ofninn skrifar hún; „Ef ég gef honum ekki að borða, þá borðar hann ekki. Þetta fór í taugarnar á mér. Núna kenni ég móður hans um að hafa aldrei látið hann prófa lax.“

Myndbandið endar svo á að Brianna færir manninum matinn, þar sem hann bíður þolinmóður upp í sófa undir teppi. Brianna endar svo myndbandið með: „Tilgangur sögunnar: Settu alltaf allan matinn fyrir börnin þín, jafnvel þó þau segi í fyrsta skipti að þeim líki hann ekki. 25 árum seinna mun maki barnsins þíns þakka þér fyrir.“

@themamabrianna Moral of the story: always serve your kids allllll the food, even if they say they dont like it after the first time. 25 years from now your child’s spouse will thank you. 😉 #momsoftiktok #momtok #momlife #workingmom #sahm #marriedlife #marriage #marriagehumor #wifelife #wivesoftiktok #happywifehappylife #pickyeater #pickyhusband #nachosfordinner #wivesoftiktok #cuisinartairfryer #humpday #guesswhatdayitis🐪 #guesswhatdayitis #eattherainbow ♬ Mother – Meghan Trainor

Um 2,5 milljón manns hafa horft á myndbandið á TikTok, en því var einnig deilt á Twitter. Og netverjar á báðum miðlum trúðu ekki því sem borið var fram á skjám þeirra.

„Kona, ég vona að þú sért að grínast. Maðurinn minn myndi borða súrefni.“

„Ef maðurinn minn myndi neita að borða matinn sem ég elda, þá myndi ég hætta að elda fyrir hann til frambúðar.“

„Af hverju græjaði hann ekki nachos-ið sjálfur?“

„Sorrí, en innra dýrið í mér myndi birtast. Hann mætti bara svelta mín vegna.“

„Hún er gift smábarni.“

„Stundin þegar rennur upp fyrir þér að þú ert bókstaflega gift einhverjum fjögurra ára.“

Brianna lét athugasemdirnar sem vind um eyru þjóta og birti annað myndband, þar sem hún færði manninum nýja máltíð, þar sem hann hvíldi sig í sófanum. Var það andsvar við líklega einu jákvæðu athugasemdinni sem hún fékk við fyrra myndbandinu. „Háríð stóð ekki með manninum, en þú gerir það.“

@themamabrianna Replying to @cokedoutsoccermom hot damn🔥 #momsoftiktok #momtok #momlife #workingmom #sahm #marriedlife #marriage #marriagehumor #wifelife #wivesoftiktok #happywifehappylife #pickyeater #pickyhusband #eattherainbow #macandcheese ♬ Coming In Hot – Andy Mineo & Lecrae

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka