Í gærkvöldi átti sér stað einn stærsti tískuviðburður heims, Met Gala, og mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi á Metropolitan listasafnið. Í ár var hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður og var þemað „Karl Lagerfeld: A Line of Beauty“.
Sjá einnig: Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023
Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian var meðal gesta og einnig fyrrverandi kærasti hennar, grínistinn Pete Davidson. Stjörnurnar voru saman um níu mánaða skeið en leiðir þeirra skildu í ágúst 2022.
Sjá einnig: Búinn að afmá öll ummerki um Kim Kardashian
Þau virtust eiga ágætis samtal ásamt söngvaranum Usher. Myndir af þeim hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og hafa netverjar haft nóg um þessa endurfundi að segja.
kim and pete…. both are here….. both are present…… pic.twitter.com/tcnnOA12Ro
— neil diamond’s sweet caroline (@antigeeksquad) May 2, 2023
pete davidson x kim kardashian exes to lover met gala edition
— is🐛👖 (@issyeatsbugs) May 2, 2023
OoOoOohhh Pete and Kim are at the Met. I hope they kiss.
— leah (@ugh_tbh_idc) May 2, 2023
Kim Kardashian and Pete Davidson seeing each other at the Met Gala #MetGala #MetGala2023 pic.twitter.com/S2KyJiDniq
— Madelyn (@MaddiL0VESyoux) May 2, 2023
Kim and Pete are sooo close in this line I love whoever arranged that
— meg (@meganannnn29) May 2, 2023
Manifesting a Pete & Kim interaction STAT #MetGala
— Psychic-ish Podcast (@PsychicishPod) May 2, 2023
Aww I miss Pete and Kim together 😔💔 #MetGala
— Ingrid (@ngridcatalina_) May 2, 2023
Tískuviðburðurinn er sérstakur staður fyrir fyrrverandi stjörnuparið, en þau hittust þar í fyrsta skipti í maí 2021. Þau mættu síðan saman á hátíðina í fyrra þegar Kardashian klæddist kjól Marilyn Monroe.
Sjá einnig: Kim Kardashian sögð hafa eyðilagt kjólinn – Sjáðu myndirnar
Pete er nú í sambandi með leikkonunni Chase Sui Wonders en raunveruleikastjarnan er að njóta þess að vera einhleyp.