fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kváðu niður þrálátan orðróm með mætingu í gær

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 2. maí 2023 17:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna mánuði hafa verið háværar sögusagnir um að Kardashian-Jenner systur myndu ekki fá boðskort á Met Gala í ár. Margir tískusérfræðingar og dægurmálaspekúlantar greindu frá því að raunveruleikastjörnunum yrði líklegast ekki boðið í ár og að Kardashian-Jenner gullöldinni væri að ljúka.

Kim Kardashian, Kendall Jenner og Kylie Jenner kváðu niður þennan þráláta orðróm í gær fyrir fullt og allt þegar þær mættu og stilltu sér saman upp á rauða dreglinum.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Met Gala er einn stærsti tískuviðburður heims og hafa systurnar mætt undanfarin ár. Kim fékk fyrsta boðskortið 2014 og yngri systur hennar, Kendall og Kylie, fengu það nokkrum árum síðar.

En það var ekki fyrr en árið 2022 sem öllum systrunum og móður þeirra, Kris Jenner, var boðið. En þetta var í fyrsta sinn sem Khloé og Kourtney Kardashian hafði verið boðið. Þeim var ekki boðið í ár.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Kim klæddist einstökum perlukjól frá Schiaparelli. Kylie var í rauðum Haider Ackermann kjól og Kendall Jenner var í samfesting og skóm frá Marc Jacobs.

Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram