Í gær var tískuviðburður ársins þar sem aðeins útvaldir fá boðskort og mættu stjörnurnar í sínu fínasta pússi á Metropolitan listastafnið. Í ár var hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður og var þemað „Karl Lagerfeld: A Line of Beauty“.
Sjá einnig: Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023
Jared Leto heiðraði minningu Karls með því að klæða sig upp sem ástsæli köttur hans, Choupette.
Myndir af Leto á rauða dreglinum hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og mætti segja að hann hafi átt „viral“ augnablik kvöldsins.
Hann skipti um föt seinna um kvöldið.
Sjá einnig: Kendall Jenner beraði afturendann á Met Gala