Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og eigandi veitingastaðarins og kaffihússins Anna Jóna, fagnaði í gær 12 ára edrúmennsku. Í færslu á Twitter segir hann:
„Ég var búinn að misnota áfengi og fíkniefni daglega fram að þeim degi. Eftir að ég varð edrú breyttist líf mitt. Ég kvæntist, eignaðist börn, við skoðuðum heiminn og ferill minn hófst fyrir alvöru.“
Haraldur segir veröldina hafa orðið bjartari, sambönd hans við aðra hafi orðið betri og hann hafi vaxið sem einstaklingur.
„Djöflarnir mínir voru enn til staðar, en með því að vera edrú gat ég talað við þá. Ég setti þá í vinnu og lærði hvernig ég get tekist á við þá.
Lífið er enn erfitt, en flesta daga er það ekki jafn erfitt og það var. Ef þú átt í erfiðleikum, þú munt komast í gegnum þá.“
12 years ago today I stopped drinking.
I had been drinking and abusing drugs daily up until that point.
After I stopped my entire life changed. I got married, had children, we explored the world, my career took off.
My demons stayed but being sober helped me talk to them.
— Halli (@iamharaldur) May 1, 2023