Söngkonan Diljá Pétursdóttir lauk fyrstu æfingu sinni á stóra sviðinu í Liverpool í morgun.
Myndir frá æfingunni má sjá hér að neðan.
Diljá keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision með laginu Power. Ísland verður í seinni undankeppninni þann 11. maí í Liverpool í Bretlandi. Alls taka sextán þjóðir þátt og komast tíu áfram og keppa á úrslitakvöldinu, þann 13. maí.
Íslandi er spáð 29. sæti í keppninni en undanfarnar vikur hefur Diljá fallið hægt og rólega niður lista veðbankanna.
Sjá einnig: Diljá slær í gegn hjá Eurovision-spekúlöntum