fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Var eftirsótt fyrirsæta en býr í dag á götunni

Fókus
Föstudaginn 28. apríl 2023 14:00

Fíkniefni eru dauðans alvara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 39 ára Loni Willison var í eina tíð mjög eftirsótt fyrirsæta og lifði sannkölluðu lúxuslífi. Eiginmaður hennar var Baywatch-stjarnan Jeremy Jackson og lífið framundan virtist bjart.

Í dag býr Loni hins vegar á götunni í Los Angeles eftir að hjónaband hennar fór í vaskinn og eftir að hún ánetjaðist fíkniefnum. Myndir af henni birtust á vef The Sun í morgun þar sem hún sést meðal annars gramsa í ruslatunnum.

Loni og Jeremy voru gift á árunum 2012 til 2014 en Jeremy þessi er einna best þekktur fyrir að hafa leikið Hoby Buchannon í Baywatch-þáttunum sálugu á árunum 1991 til 1999. Hoby var sonur Mitch Buchannon í þáttunum sem David Hasselhoff lék.

Loni var fitnessmódel á sínum tíma og sat meðal annars fyrir á forsíðum tímarita á milli þess sem hún þræddi rauða dregilinn með eiginmanni sínum, Jeremy.

Loni er sögð hafa ánetjast fíkniefnum og áfengi eftir skilnaðinn við Jeremy og mun hið hættulega efni metamfetamín hafa farið illa með hana. Er hún til dæmis búin að missa nokkrar tennur.

Samband hennar og Jeremy var stormasamt á sínum tíma og sakaði hún hann um að hafa beitt sig ofbeldi á heimili þeirra í vesturhluta Hollywood árið 2014.

Loni er sögð halda til á Santa Monica-svæðinu en fjöldi heimilislausra þar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“