fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

58 ára ofurfyrirsæta líkamssmánuð fyrir bikínimyndir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. apríl 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tékkneska fyrirsætan Paulina Porizkova hefur verið í sviðsljósinu frá barnsaldri, en hún var meðal annars ein af ofurfyrirsætum níunda áratugarins og fyrst evrópskra kvenna til að sitja fyrir á forsíðu sundfatablaðs Sports Illustrated 1984.

Í dag er Porizkova 58 ára gömul og í fantaformi, hún hefur sterkar skoðanir á tísku og fegurð, enda uppalin í bransanum og segir fegurð ekki vera einhver einn staðall. Porizkova er virk á samfélagsmiðlum og segist ítrekað vera líkamssmánuð þegar hún birtir myndir af líkama sínum, sérstaklega þegar hún er léttklædd. 

Athugasemdir eins og „Kona sem er 58 ára er of gömul til að vera í bikíni.“ Porizkova bendir á að slíkar athugasemdir sýni að viðkomandi skilji ekki hugtakið fegurð, með slíkri athugasemd sé skoðun viðkomandi að gamalt sé sama og ljótt. 

Porizkova í dag

„Ég fæ athugasemdir á borð við þessa í hvert einasta sinn sem ég birti myndir af líkama mínum. Smánun vegna aldurs sem ég þoli ekki, eldri menn eru virðulegir, eldri konur eru ljótar. Fólk sem álítur það að vera fallegur jafngilda fegurð skilur ekki hugtakið. Að vera fallegur er eitthvað til að horfa á, auðvelt að meðtaka en einnig oft auðvelt að gleyma. Fegurð er annars konar, hún hefur áhrif á þig, getur sært þig, skilið eftir ör. Til að skilja og meta fegurð þarftu virkilega að sjá!“ segir Porizkova.

„Ég trúi að við verðum fallegri með aldrinum. Við höfum unnið inn fyrir fegurð okkar, við skiljum hvað felst í henni og við kunnum að sjá hana betur. Það er ekkert til sem heitir gamalt og ljótt. Aðeins fáfræði og heimska.“

 

Á forsíðu Sports Illustrated 2019

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paulina Porizkova (@paulinaporizkov)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram