fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Viðurkennir að aga börn sín með líkamlegri refsingu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 13:30

Kelly Clarkson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson hefur viðurkennt að nota líkamlega refsingu af og til þegar hún agar börn sín. Málefnið er eldfimt, en Clarkson segist eiga til að rassskella börn sín, dótturina River Rose, sem fædd er 2014 og soninn, Remington Alexander, sem er fæddur 2016.

„Ég er alveg fyrir að nota rasskellingar, sem sumir eru alfarið á móti. Ég er ekki að tala um að lemja börnin mín, ég er að tala um léttan rassskell,“ sagði Clarkson í viðtali. Segir hún að foreldrar hennar hafi rassskellt hana í æsku og hún sjái því ekkert því til fyrirstöðu að nota sömu uppeldisaðferð á sín börn.

Hún tók einnig fram að það geti verið erfitt að aga börn sín í fjölmenni þar sem aðrir deili ekki endilega sömu skoðunum og hún með að hirta börnin líkamlega ef og þegar þau eru óþekk. Hún segir þó vara börnin við áður en kemur að líkamlegri refsingu. „Ég segi sem dæmi: „Ég rassskelli þig ef þú hættir ekki strax, þetta er fáránlegt. “  Og í alvöru talað. Þetta virkar, dóttir mín er minna óþekk en áður,“ segir Clarkson sem hefur ætíð verið opinská með móðurhlutverkið, mömmusamviskubitið og pressuna sem foreldrar eru undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið