Ung áströlsk kona náði óhugnanlegi augnabliki á myndband þegar Uber leigubílstjóri áreitti hana kynferðislega. Hann ítrekað lagði til að þau myndu stunda kynlíf og stakk einnig upp á að þau myndu fara í trekant með ömmu hennar.
Samsara Sylvester, 20 ára, var að heimsækja fjölskyldu sína í Brisbane þegar atvikið átti sér stað.
Í myndbandinu má heyra manninn, sem er á miðjum aldri, spyrja hana óviðeigandi og ágengra spurninga eins og: „Finnst þér gott að stunda kynlíf?“
Samsara reyndi að stöðva samræðurnar kurteisislega en hún sagði að hún hafi reynt að vera köld en kurteis þar sem hún óttaðist að hann myndi gera henni eitthvað ef honum mislíkaði viðbrögð hennar. En maðurinn hélt áfram og spurði hvort þau ættu að stunda kynlíf heima hjá henni.
Hún sagði honum að hún ætti heima hjá ömmu sinni.
„Amma þín, þú og ég,“ sagði hann og bætti þá við: „Er amma þín heima?“
@samsaraxanthe TW: mention of SA. I was flabbergasted by this experience and started recording after he asked me if I like s-. It’s honestly so disgusting thinking about the way he tried to bend the conversation to start asking me personal questions. I’m posting to spread awareness. This is real – not just things we read about. #fypシ #fyp #uber #uberdriver #uberconfessions #uberhorrorstories #horrorstory #storytime #protectwomen #viral ♬ original sound – 𝕊𝕒𝕞𝕤𝕒𝕣𝕒
Samsara kvartaði yfir bílstjóranum til Uber og fékk fargjaldið endurgreitt. Fyrirtækið bauð henni einnig frían sálfræðitíma en Samsara segir að hún þurfi ekki sálfræðing heldur vilji hún að fyrirtækið bregðist við og passi að aðrar konur lendi ekki í honum.
Eftir að hafa fengið ófullnægjandi svör frá Uber ákvað Samsara að birta myndbandið.
„Ég er að deila þessu til að vekja athygli á hættunni sem steðjar af þessum manni. Þetta er raunverulegt, ekki bara eitthvað sem við lesum um. Ég þarf ekki sálfræðing, ég hef lenti í verri hlutum en þetta. Ég vil líka bara hafa það á hreinu að ég var í hettupeysu og jogging buxum. Ég var með hárið í tagli, ekki förðuð og með grímu,“ segir hún.
„Það er ekki hægt að halda því fram að ástæðan fyrir kynferðisbrotum sé djarfur klæðnaður kvenna. Það gerist því þú ert kona og ég held að fólk þurfi að sætta sig við það.“