Uppistandarinn Ari Eldjárn og eigandi verslunarinnar Hrím, Tinna Brá Baldvinsdóttir, eru farin að stinga saman nefjum. Frá þessi greinir Vísir sem segir að parið hafi sést nýlega saman á uppistandi Jakobs Birgissonar.
Ari hefur um árabil verið einn vinsælasti uppistandari landsins. Hann var áður giftur Lindu Guðrúnu Karlsdóttur, en greint var frá því í desember að þau hefðu ákveðið að halda sitt í hvora áttina eftir tuttugu ára samband. Þau eiga tvö börn saman.
Tinna opnaði verslunina Hrím árið 2010 með vinkonu sinni. Hún var áður gift Einari Erni Einarssyni en þau eiga tvö börn saman.
Fókus óskar Tinnu og Ara til hamingju með ástina.