Það getur komið sér vel að kynna sér hin ýmsu húsráð sem finna má á veraldarvefnum enda eru þau oftar en ekki bráðsniðug og þar að auki ódýr.
Salguero-fjölskyldan heldur úti vinsælli síðu á TikTok og á dögunum birtist skemmtilegt myndband á síðunni þar sem Diana Salguero reynir að sannfæra föður sinn um gagnsemi þess að nudda kartöflu á bílrúðuna til að koma í veg fyrir að dropar setjist á hana.
Eins og meðfylgjandi myndband sýnir var faðir hennar, Jose, mjög efins um gagnsemi þessa annars ágæta húsráðs – eða allt þar til hann prófaði sjálfur. Það nefnilega virkar að skera kartöflu í tvennt og nudda henni þétt upp að rúðunni til að koma í veg fyrir dropamyndun.
@thesalguerofam Actually works guys & saved myself $100 bucks LMAO follow our INSTA 🙂 #potatoes #fyp #carhack ♬ El Troquero – Los Amigueros De La Sierra