fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Emily rýfur þögnina um sleikinn og segist vorkenna Oliviu – „Hún ætti aðeins að endurskoða líf sitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 09:56

Emily Ratajkowski, Harry Styles og Olivia Wilde. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Emily Ratajkowski rauf þögnina á dögunum um blautan koss hennar og söngvarans Harry Styles.

Það mætti segja að Internetið hafi farið á hliðina þegar myndband af þeim í sleik fór í dreifingu.

Harry var í sambandi með leikkonunni og leikstjóranum Oliviu Wilde í tvö ár áður en leiðir þeirra skildu í nóvember í fyrra.

Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í lok mars að Olivia hafi orðið verulega ósátt við Emily en þær höfðu verið góðar vinkonur um árabil og sátu meðal annars saman í Vanity Fair partýinu eftir Óskarinn í byrjun mars. Ekki nóg með það heldur sátu þær saman á tónleikum Harry Styles í fyrra.

Sjá einnig: Sögð hafa grátbeðið Oliviu Wilde um fyrirgefa sleikinn

Eins og fyrr segir segir vakti koss þeirra mikla athygli og fjölluðu fjölmiðlar linnulaust um atvikið og settu fram ýmsar kenningar um dramað á milli vinkvennanna.

Emily opnaði sig í fyrsta sinn um málið í viðtali við Vogue Spain á dögunum. Hún sagði að henni „líði illa“ fyrir hönd Oliviu en sagði að þær hafi hvorki rifist um kossinn né sé metingur þeirra á milli.

„Það er mjög skrýtið að eiga ákveðna upplifun og síðan veit allur heimurinn af því og hefur skoðun á því,“ sagði hún.

„Áhuginn á þessum hluta lífs míns er mjög skrýtinn, ekki að það komi mér á óvart, en þetta er bara agnarsmár hluti af lífi mínu. Mestallur tími minn fer í son minn og vinnuna mína. En ætli það kalli nokkuð fram sömu spennandi fyrirsagnirnar.“

DailyMail greinir frá því að Oliviu finnst hún hafa verið illa svikin af vinkonu sinni og að hún vilji ekki að fyrirsætan sé að ræða hana opinberlega.

„Emily ætti ekki að vorkenna Oliviu. Hún ætti aðeins að endurskoða líf sitt og karlmennina sem hún ákveður að deita,“ sagði heimildarmaður nátengdur stjörnunum í samtali við breska miðilinn.

„Olivia vill ekki að Emily tali um sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“