Fyrirlesarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og doktorsneminn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, segir að margir séu hissa þegar þeir heyra að hann sé doktorsnemi í sálfræði.
Ástæðan séu tattúveruðu handleggir hans en fyrirlesarinn er með tattú víða um líkamann.
View this post on Instagram
Beggi er með MSc í hagnýtri þjálfunarsálfræði og er doktorsnemi í sálfræði í Bandaríkjunum. Hann nýtur einnig mikilla vinsælda á Instagram – þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur.
Spennandi tímar eru fram undan hjá doktorsnemanum. Á dögunum sigraði hann, ásamt tveimur öðrum, Kravis-keppni Claremont háskólanna og fékk verkefni þeirra, Atlas Intelligence, rúmlega 950 þúsund krónur.
View this post on Instagram
Beggi hefur haldið ótal marga fyrirlestra í gegnum árin og hefur undanfarna daga birt nokkrar klippur frá fyrirlestrum erlendis.
„Það virðist koma fólki á óvart þegar það sér tattúin mín og ég segi þeim að ég sé doktorsnemi í sálfræði,“ skrifar hann með myndbandi frá einum fyrirlestri.
View this post on Instagram
Beggi hefur skrifað tvær bækur, var atvinnumaður í fótbolta og heldur úti hlaðvarpinu 24/7.