fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Beggi Ólafs segir fólk oft hissa að hann sé doktorsnemi vegna útlitsins

Fókus
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 13:59

Bergsveinn Ólafsson. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirlesarinn, hlaðvarpsstjórnandinn og doktorsneminn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, segir að margir séu hissa þegar þeir heyra að hann sé doktorsnemi í sálfræði.

Ástæðan séu tattúveruðu handleggir hans en fyrirlesarinn er með tattú víða um líkamann.

Beggi er með MSc í hagnýtri þjálfunarsálfræði og er doktorsnemi í sálfræði í Bandaríkjunum. Hann nýtur einnig mikilla vinsælda á Instagram – þar sem hann er með yfir tíu þúsund fylgjendur.

Spennandi tímar eru fram undan hjá doktorsnemanum. Á dögunum sigraði hann, ásamt tveimur öðrum, Kravis-keppni Claremont háskólanna og fékk verkefni þeirra, Atlas Intelligence, rúmlega 950 þúsund krónur.

Beggi hefur haldið ótal marga fyrirlestra í gegnum árin og hefur undanfarna daga birt nokkrar klippur frá fyrirlestrum erlendis.

„Það virðist koma fólki á óvart þegar það sér tattúin mín og ég segi þeim að ég sé doktorsnemi í sálfræði,“ skrifar hann með myndbandi frá einum fyrirlestri.

Beggi hefur skrifað tvær bækur, var atvinnumaður í fótbolta og heldur úti hlaðvarpinu 24/7.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?