fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Segist heppinn að vera á lífi eftir það sem læknarnir fundu

Fókus
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og grínistinn Ray Romano, sem er hvað þekktastur fyrir fjölskylduþættina Everybody Loves Raymond, segist heppinn að vera á lífi.

Hann opnaði sig nýlega um bráð veikindi í viðtali. Leikarinn sagðist um árabil hafa glímt með of hátt kólesteról. Þetta hafi haft þær afleiðingar að að hann var kominn með yfir 90 prósent stíflu í kransæð.

„Ég var með of hátt kólesteról fyrir 20 árum og læknirinn minn sagði alltaf – hver vegna setjum við þig ekki á statín-lyf?,“ sagði Ray í nýlegum þætti af WTF með Marc Maron.

„Í öll skiptin svaraði ég – Leyfðu mér að redda þessu sjálfur.“

Ray hafi farið frá lækninum og reynt að taka mataræðið sitt í gegn og missa nokkur kíló, samkvæmt ráðleggingum læknisins. Hann hafi þrjóskast við í 16 ár, en að lokum þurfti hann að fara í þræðingu til að losna við stífluna.

„Ég var eiginlega heppinn að þeir fundu þetta,“ sagði Ray og tók fram að stíflan hafi verið í æð sem kallast stundum widowmaker-æðin.

Leikarinn tók fram að hann sé með forstig sykursýki og hafi hann átt erfitt með að passa upp á mataræðið sitt og nú þegar hann hugsar til baka hefði hann hreinlega átt að þiggja boð læknisins um að hefja lyfjatöku fyrir nærri tveimur áratugum síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram