Í janúar var bandaríski leikarinn Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að voðaskot reið af tökustað kvikmyndarinnar Rust í október 2021. Sú sem lést var tökustjórinn Halyna Hutchins.
Á fimmtudaginn síðastliðinn var ákæran felld niður og stuttu síðar birti eiginkona Alec, Hilaria Baldwin, mynd á Instagram þar sem hún er í fangi leikarans.
Myndin hefur fallið misvel í kramið hjá netverjum og hafa margir netverjar haft hana að háði og spotti á Twitter.
View this post on Instagram
Mörgum þykir myndin frekar einkennileg, eins og hvernig hjónin eru á myndinni þar sem það er einnig mikill aldursmunur á þeim. Hilaria er 39 ára og Alec er 65 ára.
THIS PICTURE IS CRAZY pic.twitter.com/ROfjJx9vdv
— i hate you eric adams (@sonyashea3) April 21, 2023
I don’t mean to turn this into a Hilaria Baldwin hate account, but if my husband were old enough to be my father, I’d personally avoid the paternal photos pic.twitter.com/3736x78Zyr
— Nope (@_A_Nope) April 20, 2023
imagining them settling into this pose after setting up the 10 second self timer
— i hate you eric adams (@sonyashea3) April 21, 2023
So glad someone was casually there to capture this tender moment. pic.twitter.com/jUK9hkbEU5
— Mary 🪶 (@maryh4751) April 22, 2023
I don’t get it ..you’re involved in serious charges which altered the lives of victim’s family and friends and Alec and Hilaria Baldwin are posing for ‘tender’ loving photos ..are they expecting us to compliment them or what? https://t.co/mg8MXdiGEz
— JeSuisCH🏒BleuBlancRouge (@HabsHappy) April 21, 2023
Hilaria og Alec eiga saman sjö börn, sú yngsta kom í heiminn í september 2022.
Það var mikill léttir fyrir Baldwin-fjölskylduna þegar ákæran var felld niður en leikarinn hefur kallað atburðinn hörmulegt slys og hefur reynt að hreinsa nafn sitt með því að lögsækja þá aðila sem sáu um vopnið á tökustað. Hann hefur haldið því fram að honum hafi verið sagt að byssan væri örugg.
Saksóknarar í Nýju-Mexíkó vinna nú við að skoða ný gögn en það þýðir ekki að leikarinn geti ekki verið kærður á ný.