fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Höfð að háði og spotti fyrir hjónamynd sem hún birti eftir að ákæran var felld niður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 14:03

Alec og Hilaria Baldwin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar var bandaríski leikarinn Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að voðaskot reið af tökustað kvikmyndarinnar Rust í október 2021. Sú sem lést var tökustjórinn Halyna Hutchins.

Á fimmtudaginn síðastliðinn var ákæran felld niður og stuttu síðar birti eiginkona Alec, Hilaria Baldwin, mynd á Instagram þar sem hún er í fangi leikarans.

Myndin hefur fallið misvel í kramið hjá netverjum og hafa margir netverjar haft hana að háði og spotti á Twitter.

Mörgum þykir myndin frekar einkennileg, eins og hvernig hjónin eru á myndinni þar sem það er einnig mikill aldursmunur á þeim. Hilaria er 39 ára og Alec er 65 ára.

Hilaria og Alec eiga saman sjö börn, sú yngsta kom í heiminn í september 2022.

Það var mikill léttir fyrir Baldwin-fjölskylduna þegar ákæran var felld niður en leikarinn hefur kallað atburðinn hörmulegt slys og hefur reynt að hreinsa nafn sitt með því að lögsækja þá aðila sem sáu um vopnið á tökustað. Hann hefur haldið því fram að honum hafi verið sagt að byssan væri örugg.

Saksóknarar í Nýju-Mexíkó vinna nú við að skoða ný gögn en það þýðir ekki að leikarinn geti ekki verið kærður á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram