fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

10 eftirminnilegar uppákomur á Óskarsverðlaunahátíðinni

Fókus
Föstudaginn 10. mars 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú styttist óðum í Óskarsverðlaunahátíðina, sem líklega er frægasta verðlaunahátíðin í kvikmyndabransanum og er þess beðið með eftirvæntingu á ári hverju að sjá hverjir hafa verið tilnefndir, hverjir vinna, hver var klæddur í hvaða föt og hver sagði hvað og hvar.

Því er ekki úr vegi að rifja upp nokkrar eftirminnilegar uppákomur sem hafa átt sér stað á hátíðinni í gegnum tíðina, en fyrsta hátíðin var haldin árið 1929 og styttist því óðum í hundrað ára afmælið.

1 Amadeus

Árið 1984 var leikarinn Laurence Oliver fenginn til að kynna sigurvegarann í flokkunum besta myndin. Laurence þakkaði fyrir að hafa verið boðið að taka þátt og varð svo upp með sér eftir að fá standandi fagnaðarlæti að hann gleymdi alveg hvað hann ætti að gera. Í stað þess að byrja á að fara yfir þær myndir sem voru tilnefndar opnaði hann umslagið strax og las upp sigurvegarann – kvikmyndina Amadeus.

 

3 Vitlaust mynd tilkynnt sem best

Það var óheppilegt árið 2017 þegar sigurvegarinn í flokknum besta kvikmyndin var tilkynnt. Kynnarnir Warren Beatty og Faye Dunaway lásu óvart upp úr vitlausu umslagi og tilkynntu að La la land væri sigurvegarinn þegar í raun var það Moonlight sem vann. Áður en mistökin yrðu ljós fóru aðstandendur La lalands upp á sviðið, fóru með ræður og svo tók við ringulreið sem lauk með því að framleiðandi La la lands, Jordan Horowitz, greip míkrófóninn og sagði: „Þetta er ekki grín. Moonlight vann bestu myndina.“

4 Löðrungurinn

Það þarf varla að minna nokkurn mann á uppákomu sem átti sér stað á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. En þar löðrungaði leikarinn Will Smith grínistan Chris Rock upp á sviði.

5 Strípalingur á sviði

Ljósmyndarinn Robert Opel vann sér það til frægðar að hlaupa nakinn yfir sviðið á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1974. Hann hafði laumað sér baksviðs með því að þykjast vera blaðamaður. Síðan hljóp hann nakinn framhjá leikaranum David Niven, sem var að kynna Elizabeth Taylor, og gerði friðarmerki með fingrunum.

David Niven var þó eitursvalur, sneri sér að áhorfendunum og sagði: „Jæja, herrar mínir og frúr, þetta hlaut að gerast. En er það ekki áhugavert að hugsa til þess að það er líklega eini hláturinn sem þessi maður mun ná að framkalla í lífi sínu er að afklæðast og sýna smámennsku sína.“

6 Litla fjöður

Leikarar hafa stundum nýtt tækifærið þegar þeir vinna Óskarsverðlaun til að gerast pólitískir. Marlon Brandon nýtti tækifærið þegar hann var valinn besti leikarinn árið 1973 og fékk Sacheen LittleFeather til að tilkynna að hann gæti ekki tekið við verðlaununum vegna þess hversu illa kvikmyndaiðnaðurinn kom fram við innfædda í Bandaríkjunum.

Undanfarið hefur þó verið deilt um það hvort að Littlefeather hafi í raun verið af ættum innfæddra, en hún lést á síðasta ári eftir baráttu við brjóstakrabbamein.

7 Jafntefli

Árið 1968 mátti sjá hvar leikkonan Ingrid Bergman varð aldeilis hlessa þegar hún vann upp sigurvegara í flokki leikara í aukahlutverki. Því þetta ár var það eina í sögu Óskarsverðlaunanna þar sem um jafntefli var að ræða. En bæði Barbra Streisand og Katharine Hepburn hlutu titilinn.

8 Chaplin boðinn velkominn

Árið 1972 fékk leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Charlie Chaplin heiðursverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíðinni. Sú stund er sögufræg þar sem Chaplin gerði sér sína fyrstu ferð til Bandaríkjanna í tuttugu ár til að taka við verðlaununum. Hann hafði verið í eins konar útlegð eftir að hafa verið úthýst úr Bandaríkjunum fyrir meintar stjórnmálaskoðanir sínar. Þegar Chaplin tók við verðlaununum fékk hann 12 mínútna standandi lófaklapp sem er það lengsta í sögu verðlaunahátíðarinnar og margir túlkuðu þá stund sem svo að þannig væri bandaríski kvikmyndaiðnaðurinn að bjóða Chaplin velkominn að nýju.

9 Óheppileg þakkarræða

Þegar Tom Hanks tók við verðlaununum sem besti leikarinn árið 1994 fyrir myndina Philadelphia deildi hann aðeins of miklum upplýsingum í þakkarræðu sinni. Þar þakkaði hann leiklistarkennara sínum úr gagnfræðisskólanum, Rawley Farnsworth, og kallaði Hanks kennarann sinn „einn af betri samkynhneigðu ameríkönunum„. Þetta var óheppilegt þar sem enginn vissi að Rawley væri samkynhneigður. Þessi mistök urðu seinna innblásturinn að kvikmyndinni In & Out.

10 Armbeygjur.

Eftir að hafa unnið Óskarsverðlaunin árið 1991  fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina City Slickers ákvað leikarinn Jack Palance, sem þá var 73 ára gamall, að sýna að aldur er bara tala með því að taka armbeygjur með einni hendi á sviðinu.

11 Adele Dazeem

Það var vandræðaleg stund þegar leikarinn John Travolta kynnti leikkonuna Idinu Menzel á svið árið 2014 en hún var að fara að syngja vinsæla lagið úr Frozen myndinni – Let it go. Honum tókst að bera nafn hennar svo rangt fram að það má furðu sæta. Hann kallaði hana Adele Dazeem.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“