fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Þúsundir á biðlista eftir að komast á heimsins viðbjóðslegasta stað: Tíu klukkutímar af hreinræktuðum hryllingi, pyntingum og skelfingu

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 9. mars 2023 22:04

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa gaman af að láta hræða sig aðeins. Horfa á hryllingsmynd eða heimsækja draugahús. Fá smá hroll í skrokkinn og hlæja að því síðar.

En vilji fólk ganga eins langt í að upplifa hrylling og hægt er?

Þá er aðeins einn staður sem kemur til greina: McKamey Manor í Summertown í Tennessee í Bandaríkjunum.

Óhugnaður

Margir segja McKamey Manor viðbjóðslegasta stað í heiminum.

Það er erfitt að skilgreina staðinn, hann er ekki safn og vissulega ekki skemmtigarður, heldur er boðið upp á átta til tíu klukkutíma af hreinræktuðum hryllingi, pyntingum og skelfingu.

McKamey Manor var stofnað fyrir 30 árum af Russ McKamey, sem var í bandaríska sjóhernum í 23 ár, hefur komið fram í áhugaleikhúsum og syngur öðru hverju í brúðkaupum. 

McKamey er sagður, af þeim er til hans þekkja, afar sérvitur og sérstakur einstaklingur með gríðarlegan áhuga á hryllingi af öllum toga.

Neglur og tennur rifnar úr fólki

Þeir sem þora í ferð um McKamey Manor mega eiga von á að verða fyrir grimmilegum barsmíðum, vatnspyntingum, þeir eru bundnir og keflaðir, látnir borða og drekka alls kyns viðbjóð.

Þeir mega jafnvel eiga von á því að vera gefin ofskynjunarlyf og tennur og neglur rifnar af þeim.

Sumir segja þó sálrænu pyntingarnar verstar. 

Ein kona sagði að önglum hefði verið stungið í gegnum kinnar hennar og annar gestur sagðist hafa verið grafinn með aðeins rör til að anda í gegnum. Aðrir segjast hafa verið látnir éta drullu og þegar þeir ældu henni voru þeir neyddir til að éta eigin ælu.

Enn aðrir segjast haf verið lokaðir inni í líkkistum, fullum af pöddum. 

Meðaltíminn átta mínútur

Meðaltími þeirra er leggja í ferð um McKamey Manor er átta mínútur áður en þeir grátbiðja um að fara. Allir fá öryggisorð sem tryggir að ferðin er stöðvuð tafarlaust. 

Þeir sem klára alla átta til tíu tímana er lofað 20 þúsund dollurum í verðlaunafé. 

En á þeim þremur áratugum sem húsið hefur starfað hefur ekki ein einasta manneskja klárað ferðina.

Fjöldi fólks hefur þurft að leita sér læknisaðstoðar, jafnt vegna líkamlegra og sálrænna áfalla á þessum átta mínútum, slíkur er hryllingurinn.

Samt sem áður eru 27 þúsund manns á biðlista eftir að komast að.

Sem er lygilegt en svo virðist sem það lokki ótrúlega marga að verða fyrstir til að komast í gegnum í þessa skelfilegu lífsreynslu.

Staðurinn er sem segull á áhugafólk um hrylling og fjölgar á biðlistanum frá ári til árs.  

McKamey rukkar ekki fyrir aðgang, hann fer aðeins fram á einn poka af hundamat en hann á fimm hunda. 

En það er ekki fyrir hvern sem er að komast að.

Ströng skilyrði

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs, en 18 ára ef að foreldrar eða forráðamenn gefa leyfi, og leggja fram vottorð frá viðurkenndum heilbrigðisstarfsmönnum að þeir séu heilbrigðir á sál og líkama.

Þeir þurfa að gangast undir sálfræðipróf og fíkniefnapróf og detti upp úr þeim blótsyrði eru þeim tafarlaust vísað frá. 

McKamey fer yfir samfélagsmiðla hvers einasta umsækjanda og lítist honum ekki á viðkomandi er hann tekinn af biðlista. 

Umsækjendur þurfa einnig að skrifa undir samning sem er hvorki meira né minna en 40 blaðsíður þar sem meðal annars er tekið fram að gestirnir séu á eigin ábyrgð og McKamey Manor beri á engan hátt ábyrgð á hverju því kann að gerast á meðan á ferðinni stendur.

Sama hvaða líkamleg og andleg áföll eða veikindi kunni um að verða að ræða.  

Allt á YouTube

McKamey tekur upp ferð hvers einasta gests og birtir á YouTube. Kvarti viðkomandi yfir því er sem fram fór er honum einfaldlega bent á að fara á YouTube þar sem megi sjá að ferðinni hafi tafarlaust verið hætt þegar gesturinn fór fram á það. 

Það erum margir sem vila fara í McKamey Mannor en jafnvel enn fleiri sem vilja sjá á baki hryllingshúsinu.

Það eru sögusagnir um að margt af starfsfólki McKamey sé á sakaskrá fyrir ofbeldisglæpi og meira og minna allir undir áhrifum eiturlyfja. 

Í skjali sem fylgdi undirskriftalista sem 170 þúsund manns skrifuðu undir í tilraun til að loka McKamey Manor segir að staðurinn sé á engan hátt það draugahús sem McKamey kýs að kalla það.

Það sé staður sem þar sem stundað sé pyntingarklám til að fullnægja sjúkum áhuga McKamey á að valda sársauka. 

Draugahús í ýktari kantinum

En Russ McKamey segir það af og frá og frásagnir af pyntingum innan hússins séu ýktar. Hverjum sem er sé velkomið að fara á YouTube og sjá hvað hvað upplifunin í húsinu snýst um. 

Hann segir að víst sé McKamey Manor draugahús, bara í ýktari kantinum. 

Og samningurinn, bakgrunnsathugunin, læknisvottorðin og upptökurnar tryggja að starfsemi McKamey Manor er fullkomlega lögleg.

Ef að fullorðið, heilbrigt fólk, sem hefur fengið allar upplýsingar um hvað það megi eiga von á skrifar undir?

Þá er það á eigin ábyrgð. 

Biðlistinn lengist, sagði Russ McKamey í nýlegu viðtali. „En í baráttunni við McKamey Manor er aldrei spurning um hver hefur betur. Og það eru ekki gestirnir.“ 

Það er fljótlegt að finna upptökur frá McKamey Manor á netinu en viðkvæmum er bent á að sleppa því að leita þær uppi. Reyndar ættu allir að sleppa því, slíkur er viðbjóðurinn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“