fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Hafði verið hræddur og óttaðist að einhver vildi honum illt

Fókus
Þriðjudaginn 7. mars 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Aaron Carter fannst látinn á heimili sínu í nóvember og hefur almennt verið talið að hann hafi látist af slysförum. Móðir hans, Jane Carter, er þó ekki sammála og telur að sonur sinn hafi verið myrtur.

Sjá einnig: Síðustu dagarnir í lífi Aarons Carter

Hún skrifaði á Facebook þann 1. mars að mörgum spurningum væri ósvarað um andlátið. Hún tók fram að sonur hennar hefði fengið fjölmargar líflátshótanir áður en hann lést, meðal annars frá dópsölum og öðrum glæpamönnum sem hann hafi skuldað pening.

Hún telur að lögreglan sé haldin fordómum gegn þeim sem glíma við fíkn og hafi þess vegna afskrifað að um morð gæti verið að ræða.

Nú hafa vinir AaronsMorgan Matthews og Bryan Cassidy, stigið fram og tekið undir með Jane.

Þeir telja að rannsaka þurfi andlátið nánar og þá sem mögulegt morð.

„Hann var alltaf hræddur um að einhverjir vildu honum illt eða að einhver tiltekinn vildi honum illt,“ sagði Cassidy í samtali við Page Six.

„Hvernig líkamsleifar hans fundust vakti líka með mér grunsemdir því ég hugsaði: Bíddu nú hægur, var hann með ofsóknarbrjálæði eða ekki? Ég vil ekki ásaka neinn hér en það er eitthvað sem gengur ekki upp við þetta.“

Matthews sem var umboðsmaður Aarons tekur undir þetta og segir að Aaron hafi verið í slæmum félagsskap og hafi oft viðrað þær áhyggjur sínar.

„Hann sagði – Það er fólk að elta mig, ég þarf hjálp. Ég þarf að komast úr þessum bæ. Hann var að reyna að fara, húsið hans hafði verið á sölu í langan tíma.“

Enn er beðið eftir niðurstöðum krufningar. Aaron fannst í baðkari fullu af vatni en ekkert vatn fannst í lungum hans og því hefur verið útilokað að hann hafi drukknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“