fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Nýjasta konunglega dramað staðfest – Hertogahjónunum úthýst

Fókus
Fimmtudaginn 2. mars 2023 12:02

Harry og Meghan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur enginn skortur verið á konunglegu drama undanfarin misseri og tengist það yfirleitt hertogahjónunum, Harry Bretaprins og Meghan Markle.

Nýjasta málið varðar heimili hjónanna í Bretlandi, Frogmore Cottage, sem þau fengu úthlutað til sín þegar þau voru enn starfandi meðlimir konungsfjölskyldunnar. Frogmore Cottage er skammt frá Windsor kastalanum og eftir að Meghan og Harry fluttu til Bandaríkjanna hafa þau notað Frogmore þegar þau hafa dvalið á Bretlandi, enda hafa þau þar aðgengi að betri öryggisgæslu en ella.

Gagnrýnt var árið 2019 þegar hjónin réðust í umfangsmiklar og rándýrar endurbætur á heimilinu áður en þau fluttu inn, en peningarnir komu úr vasa skattgreiðenda. Hjónin endurgreiddu þó úr eigin vasa árið 2020 og róaðist almenningur í Bretlandi nokkuð við það.

Nú er þó svo komið að hjónunum hefur verið úthýst af föður Harry, Karli Bretlandskonungi. Hann hefur ákveðið að vísa hertogahjónunum úr Frogmore og var sú ákvörðun tekin um það leyti sem ævisaga Harry, Spare, kom út.

Mun Karl hafa boðið Frogmore til bróður síns, Andrésar Bretaprins, sem hefur fallið í ónáð eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot á ólögráða stúlku. Frogmore er töluvert minna húsnæði en núverandi heimili Andrésar – Royal Lodge og nú styttist í að árlegum greiðslum úr hirslum konungsfjölskyldunnar til Andrésar verði hætt og hefur hann því ekki efni á að búa í stærra húsnæðinu.

Harry og Meghan munu þurfa að rýma Frogmore fyrir sumarið.

Talið er að þessi úthýsing sé merki um sögulega stirð samskipti milli konungsins og hertogahjónanna. Erfitt er annað en að velta því fyrir sér hvort verið sé að refsa Harry fyrir ævisöguna, en samkvæmt ónefnum heimildarmönnum breskra miðla er konungurinn ævareiður yfir bókinni.

Talsmenn hertogahjónanna hafa staðfest við Page Six að konungurinn hafi sent þeim tilkynningu um útburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“