fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Iva var mjög reið sem unglingur – ,,Þetta ýfði upp gömul sár”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. mars 2023 13:00

Íva Marín Adrichem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iva Marín Adrichem, sem er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa verið forvitið barn og umgengist fullorðið fólk mikið, ekki síst vegna þess að hún var blind: 

Ég hef alltaf verið fyrirferðamikil og uppreisnargjörn. Ég var barn sem var alltaf að hoppa og hlaupa og hafði hátt. Mér fannst ekki farið með mig eins og önnur börn. Bæði út af minni skerðingu og svo var ég líka mjög forvitin og þreifst á því að hlusta á fullorðna fólkið tala. Ég var 10 ára þegar bankahrunið var og ég man að mamma þurfti að útskýra fyrir mér Icesave, kúlulán og orsakir hrunsins. Á sama tíma voru jafnaldrar mínir bara úti að leika sér. Ég held að bæði það hvað ég fór snemma að kynna mér alls konar hluti og líka að ég upplifði mismunun hafi ollið því að ég var mjög reið sem unglingur.

Aðspurð hvað fólk sem hafi fulla sjón mætti hafa í huga þegar kemur að blindum segist hún kunna að meta það þegar fólk grípi ekki of mikið fram fyrir hendurnar á henni:

Ég held að fólk mikli þetta of mikið fyrir sér. Stundum er ég lengur að hlutum, en það er líka af því að ég er fullkomnunarsinni. Fólk má alveg leyfa manni að gera mistök og mér finnst mjög gott ef fólk leyfir mér að gera mistök og reka mig á, en ekki grípa stöðugt fram fyrir hendurnar á manni.

Iva hefur undanfarið verið í eldlínunni eftir að hún var tekin úr myndböndum Ferðamálastofu vegna skoðana hennar. Hún segir atburðarásina hafa verið erfiða, en það hafi þó hjálpað að hafa haft fyrri reynslu af því að vera óvinsæl hjá ákveðnu fólki:

Þetta ýfði upp gömul sár sem ég hafði fengið áður og ég hafði tekið meðvitaða ákvörðun um að draga mig úr umræðunni sem mér fannst orðin mjög hatursfull og of tímafrek. Ég hef verið í alls konar umræðu talsvert lengi og stundum opinberlega. En það var í kringum 2018 sem ég byrjaði að finna að ég varð óvinsæl hjá ákveðnu fólki. Ég byrjaði á að afneita eigin jaðarsetningu og það var fyrsta skrefið í að ákveðnum hóp af fólki hætti að líka við mig. Ég umgekkst mikið af fólki sem skilgreinir eigin þjóðfélagsstöðu alveg í döðlur og lifir lífinu miðað við þær breytur sem einkenna þína stöðu. Bæði jaðarsetningu og forréttindi. Þú lifir í raun í valdastrúktur og ert mjög meðvituð um þína stöðu. Á einhverjum punkti fattaði ég að ég vildi ekki lifa lífi mínu þannig og það var talsvert stökk. Þá fann ég að sumir urðu mjög reiðir út í mig og þar fékk ég fyrst að kynnast því hvernig það er að vera óvinsæl fyrir það eitt að móta eigin afstöðu og taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Iva segist hafa fundið það á ákveðnum punkti að hún mætti ekki lengur hafa sjálfstæðar skoðanir ef hún ætti að tilheyra tilteknum hópum. 

Ég sá enga leið út. Ef þú hugsar stanslaust í þessum valdastrúktúrum endar þú á að festast í þinni jaðarsetningu að eilífu og ég hafði ekki áhuga á því. Út frá þessarri hóphugsun kemur líka sú hugmynd að þú skuldir hópnum eitthvað. Ég varð að hafa tilteknar pólitískar skoðanir af því að ég tilheyri ákveðnum þjóðfélagshópum og mér bar þá skylda til að verja réttindi þessara hópa með þeim aðferðum sem búið var að ákveða.  Og svo ef maður er með aðra skoðun er bara litið á mann sem hættulegan einstakling eða ógn. Í raun er hópurinn sem segist vera að verja jaðarsetta farinn að jaðarsetja aðra einstaklinga.

Hún segir að það að hún sé blind, samkynhneigð og feministi hafi valdið því að fólk innan þeirra hópa sem hún eigi að tilheyra hafi orðið enn reiðara út í hana en aðra sem efast um hugmyndafræði þeirra:

Ég tikka inn í alls konar box þegar kemur að jaðarhópum. En þegar kemur að fjölbreytileika í hugsun og umræðu er þolið mjög lítið. Ég hef í raun orðið fyrir því sem oft er kallað hatursorðræða núna undanfarið. Af hálfu fólks sem tilheyrir hópi sem sakar aðra mjög gjarnan um hatursorðræðu. Sumt fólk hefur ásakað mig um ævintýralega hluti sem eru mjög fjarri sannleikanum og ég veit að sumt af því er vísvitandi bara til að afvegaleiða umræðuna. Ég upplifi það meðal annars vegna þess að þeim líður eins og þau séu að missa stjórn af því að ég tilheyrði áður þeirra hópi. Það sé hættulegt að einhver sem var í þeirra hópi sé að hugsa öðruvísi og mögulega muni aðrir fylgja í kjölfarið.

Þáttinn með Ivu og alla aðra þætti Sölva má nálgast inni á solvitryggva.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“